Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 18. apríl 2013 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Ólafur Hallgrímsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá.

1.Reikningar lagðir fram

Málsnúmer 1305313Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir reikninga no 1467 í sjóðsskrá.
Rekstarareikningur niðurstöður:

Tekjur ársins 2012 alls 2.010.434 kr
Gjöld ársins 2012 1.665.676 kr
Afkoma fyrir fjármganstekjur og gjöld 344.758 kr
Fjármagnsliðir 39.913 kr
Niðurstaða rekstrar hagnaður 384.671 kr
Efnahagsreikningur niður stöður
Eignir alls 73.889.201 kr
Langtímaskuldir 1.902 kr
Skuldir og eigið fé alls 73.899.201 kr

Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða

2.Norðurbrún - frágangur lóða

Málsnúmer 1305307Vakta málsnúmer

Lóðamælingar: Samkvæmt beiðni stjórnar vann Stoð ehf verkfræðistofa lóðamælingar á Norðurbrún í Varmahlíð. Formaður lagði fram þær mælingar ásamt minnispunktum frá Atla G. Arnórssyni og Sólveigu Sigurðardóttur sem verkið unnu.Nokkur munur er á stærð lóða sk. leigusamningi annarsvegar og deiliskipulagi hinsvegar.
Stjórn samþykkir tillögur Stoðar og formanni falið að vinna tillögur áfram með formlegum hætti.

3.Reykjarhólsvegur, beiðni um framsal á leigurétti

Málsnúmer 1305300Vakta málsnúmer

Reykjarhólsvegur 16 b. Vísað er til bókunar á málið frá síðasta fundi 19. des 2012. Formaður las upp tölvubréf sem gengið hafa á milli hans og forsvarsmann ISSS-húsa sem og bréf frá lögmanni ISSS-húsa frá 8. jan 2013.
Stjórn Menningarseturs samþykkir að aflýsa lóðarleigusamningi við ISSS-hús ehf kt 440397-2129 vegna lóðarinnar við Reykjarhólsveg 16 b frá og með 17. maí 2013 og taka lóðina til sín.
Í lóðarleigusamningi sem gerður var við ISSS-hús 15. nóv 2006 var kveðið á um að byggt skyldi á lóðinni (sk. 3. grein samningsins) innan árs frá undirritun samninga, ella gengi hún aftur til Menningarseturs endurgjaldslaust.
Nú eru liðin um 6 ár frá undirritun samnings og ekkert hús komið á lóðina. Því er þessi ákvörðun tekin og telur stjórn að komið hafi verið til móts sjónarmið félagsins með samningum um aðrar lóðir á svæðinu.
Samþykkt að fá óháð kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið á lóð 16 b.

4.Ósk um styrk - Tjaldsvæði

Málsnúmer 1305315Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni frá Halldóri Gunnlaugssyni frá 13. jan 2013 og Hildi Þ. Magnúsdóttur sem reka tjaldsvæðin í Varmahlíð um kaup og uppsetningu á leiksvæðið við tjaldsvæðið.
Samþykkt að veita kr 500.000 í verkefnið.

5.Styrkbeiði, Sóldísir

Málsnúmer 1305314Vakta málsnúmer

Beiðni frá kvennakórnum Sóldísi frá 12. mars 2013 vegna starfssemi hans.
Samþykkt að veita kr 250.000 í verkefnið.

6.Styrkbeiði frá Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1305316Vakta málsnúmer

Beiðni frá Varmahlíðarskóla frá 31. jan 2013 þar sem beðið er um styrk vegna kaupa á leirbrennsluofni fyrir skólastarfið. Kaupverð á ofni er kr 350.000 sk. bréfinu.
Samþykkt að veita kr 250.000 í verkefnið.

7.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Rætt var um stígagerð og gerð upplýsingaskilta í Reykjarhólsskógi ásamt grisjun á toppi hólsins.
ákveðið að fara í vettvangsferð og skoða aðstæður.

Samþykkt að ganga frá mælingum af þeim lóðum sem útaf standa og eru á vegum Menningarsetursins. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið.