Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

2012. fundur 19. desember 2012 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Ólafur Hallgrímsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá
Formaður setti fundinn og bauð velkomna fundarmenn sem settust að snæðingi meða dagskrá var kynnt.

1.Reykjarhólsvegur, beiðni um framsal á leigurétti

Málsnúmer 1305300Vakta málsnúmer

Formaður kynnt bréf þar sem fram kom beiðni frá I.S.S.S. húsum kt.440397-2129 dagsett 20. nóvember 2012, um heimild til að framselja leiguréttindi á lóðum 16B og 20B á Reykjarhólsvegi til SIGA ehf. kt. 641108-1460.
Samþykkt að fresta ákvörðun um Reykjarhólsveg 16B. Beiðni I.S.S.S. húsa um framsal á lóðaleigu Reykjarhólsvegar 20B samþykkt.
Ákveðið að aflýsa fyrri lóðaleigusamningi um 20B.
Jafnframt að úthluta SIGA efh 641108-1460 henni, eftir að lóðaleigusamningi 20B hefur verið aflýst. Í nýja samningnum skal kveða á um að leigutaki skuli hafa reist frístundhús á lóðinni innan árs frá undirritun samnings ella falli hún til baka til Menningarhússins endurgjaldslaust.
Formanni falið að útbúa nýjan lóðaleigusamning.

2.Styrkbeiðni

Málsnúmer 1305293Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Karlakórnum Heimi dagsett 14. desember 2012 þar sem beðið er um styrk vegna þrettándatónleika.
Samþykkt að styrkja Karlakórinn Heimi um kr. 200.000,-

3.Styrkbeiðni

Málsnúmer 1305296Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá rekstraraðilum Miðgarðs Menningarhúss dagsett 19. desember 2012 vegna styrkbeiðni vegna tónleikaraðar næsta sumar, í Miðgarði með skagfirskum flytjendum sem höfða eiga m.a. til ferðafólks.
Samþykkt að Menningarhúsið Miðgarður fái kr. 250.000 til tónleikahalds.

4.Styrkbeiðni

Málsnúmer 1305297Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf dags 19. desember 2012 frá Strengjasveit Tónlistaskóla Skagafjarðar vegna tónleikaferðar til Danmerkur og fleiri atburða. Kostnaðaráætlun er kr. 1.680.000 eða kr. 120.000 á mann.
Samþykkt að styrkja strengjasveitina um kr. 250.000,-

5.Norðurbrún - frágangur lóða

Málsnúmer 1305307Vakta málsnúmer

Fundurinn samþykkir að láta klára vinnu við afmörkun lóða og hnitsetningu við Norðurbrún í Varmahlíð. Einnig þarf að stofna lóð fyrir veitumannvirki í Reykjarhólslandi. Formanni falið að hafa samband við STOÐ ehf verkfræðistofu sem unnið hefur að þessum málum.

6.Breyting á lóðaleigu

Málsnúmer 1305298Vakta málsnúmer

Samþykkt að samræma lóðaleigu á lóðum í eigu Menningarseturins til samræmis við lóðaleigu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Allnokkur munur er þar á vegna mismunandi forsenda í útreikningum. Samþykkt að aðlaga leigu á íbúðarhúsalóðum í þremur áföngum.

7.Þvottalaugur, Reykjarhól

Málsnúmer 1305299Vakta málsnúmer

Ásdís vakti máls á því hver gaman væri og fróðlegt að merkja gömlu þvottalaugarnar austan í Reykjarhólnum. Þarna liggja söguleg verðmæti sem eru flestum hulin og óaðgengileg. Samþykkt að kanna með möguleika á að merkja gömlu þvottalaugarnar og auðvelda aðgengi að þeim.
Fundargerðin er skráð í fundakerfi Sveitarfélgsins Skagafjarðar, af Helgu S. Bergsdóttur, eftir fundagerðarbók stjórnar Miðgarðs Menningarseturs.

Fundi slitið.