Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.
Málsnúmer 1306067
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 627. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013
Á 627. fundi byggðarráðs var lögð fram styrkbeiðni frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á rafmagnstímatökutækjum o.fl. Byggðarráðið óskaði eftir umsögn Ungmennasambands Skagafjarðar sem nú hefur borist og er það niðurstaða sambandsins að ekki sé þörf á því að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í kaupum á nýjum rafmagnstímatökutækjum.
Byggðarráð hafnar því að taka þátt í kaupum á nýjum rafmagnstímatökutækjum sem Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst kaupa, þar sem slíkur búnaður er fyrir hendi á Sauðárkróksvelli.
Byggðarráð hafnar því að taka þátt í kaupum á nýjum rafmagnstímatökutækjum sem Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst kaupa, þar sem slíkur búnaður er fyrir hendi á Sauðárkróksvelli.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014
Lögð fram drög frá Frjálsíþróttasambandi Íslands að samþykktum um kaup, afnot og samstarf við rekstur á tímatökutækjum með stuðningi sveitarfélaga. Málið áður á dagskrá 627. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2013.
Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir og leggur til 200.000 kr. til kaupanna af fjárhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir og leggur til 200.000 kr. til kaupanna af fjárhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn Ungmennasambands Skagafjarðar varðandi búnaðinn og erindið.