Fara í efni

Umsókn um langtímalán 2013

Málsnúmer 1306072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við smábátahöfn sveitarfélagsins auk þess að fjármagna gatnagerð, lyftu í Safnahúsi, breytingar á leikskóla og almennar framkvæmdir eignasjóðs við viðhald opinna svæða og stíga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað: "Óneitanlega skýtur það skökku við að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir forystu Framsóknarflokksins skuli leggja fram hér til samþykktar verðtryggðan lánasamning til 15 ára m.a. til þess að fjármagna skrúðgarðyrkjuframkvæmdir á Sauðárkróki, á sama tíma og Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn er í þann mund að afnema verðtrygginguna.
Vaxtaákvæði lánasamningsins er algerlega óásættanlegt en það kveður á um að lánveitandi geti hvenær sem er á lánstíma á þriggja mánaða fresti hækkað einhliða vexti lánsins. Það er óboðlegt að bjóða íbúum Skagafjarðar upp á slíkan samning."

Svohljóðandi bókun lögð fram: "Eftir að hafa kynnt sér þau kjör sem fjármálastofnanir bjóða upp á var það mat fjármálastjóra og sveitarstjóra að sá samningur sem hér um ræðir væri sá hagfeldasti fyrir sveitarfélagið. Í samningnum er uppgreiðsluákvæði sem hægt er að nýta ef kjör samningsins breytast verulega og betri kjör fást annarsstaðar.
Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Árnason
Jón Magnússon"

Sigurjón Þórðarson leggur fram bókun: "Engir aðrir lánasamningar voru kynntir fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins og ekki var leitað tilboða frá öðrum lánastofnunum. Sömuleiðis er fráleitt að sveitarstjórnin fyrir hönd íbúanna hafi ekki forgöngu um að breyta óásættanlegum ákvæðum í lánasamningi."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 304. fundur - 22.08.2013

Bókun frá 631. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2013 lögð fram til staðfestingar á fundi sveitarstjórnar.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við smábátahöfn sveitarfélagsins auk þess að fjármagna gatnagerð, lyftu í Safnahúsi, breytingar á leikskóla og almennar framkvæmdir eignasjóðs við viðhald opinna svæða og stíga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson sem lagði fram eftirfarandi bókun.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað: "Óneitanlega skýtur það skökku við að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar undir forystu Framsóknarflokksins skuli leggja fram hér til samþykktar verðtryggðan lánasamning til 15 ára m.a. til þess að fjármagna framkvæmdir á Sauðárkróki, á sama tíma og Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn er í þann mund að afnema verðtrygginguna jafnvel á næstu mánuðum ef mark má taka á forsætisráðherra.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar bókun meirihlutans frá 631. fundi byggðarráðs þann 18. júlí.
"Eftir að hafa kynnt sér þau kjör sem fjármálastofnanir bjóða upp á var það mat fjármálastjóra og sveitarstjóra að sá samningur sem hér um ræðir væri sá hagfeldasti fyrir sveitarfélagið. Í samningnum er uppgreiðsluákvæði sem hægt er að nýta ef kjör samningsins breytast verulega og betri kjör fást annarsstaðar.
Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Árnason, Jón Magnússon"

Umsókn um langtímalán borin undir atkvæði og samþykkt á 304. fundi sveitarstjónar með átta atkvæðum, einn sat hjá.