Skipun starfshóps til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Málsnúmer 1306141
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 629. fundur - 27.06.2013
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Í hópnum verði fimm fulltrúar einn frá hverjum flokki sem á fulltrúa í sveitarstjórn. Málinu var vísað til byggðarráðs til tilnefningar í starfshópinn. Byggðarráð tilnefnir eftirfarandi fulltrúa: Bjarki Tryggvason, Jón Magnússon, Gísli Árnason, Árni Gísli Brynleifsson og Pálmi Sighvatsson. Sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
Jafnframt bar forseti upp tillögu þess efnis að tilnefnt verði í starfshópinn af byggðarráði og var það samþykkt samhljóða.