Fara í efni

Skipun starfshóps til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Málsnúmer 1306141

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Í hópnum verði fimm fulltrúar einn frá hverjum flokki sem á fulltrúa í sveitarstjórn. Forseti bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt bar forseti upp tillögu þess efnis að tilnefnt verði í starfshópinn af byggðarráði og var það samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 629. fundur - 27.06.2013

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Í hópnum verði fimm fulltrúar einn frá hverjum flokki sem á fulltrúa í sveitarstjórn. Málinu var vísað til byggðarráðs til tilnefningar í starfshópinn. Byggðarráð tilnefnir eftirfarandi fulltrúa: Bjarki Tryggvason, Jón Magnússon, Gísli Árnason, Árni Gísli Brynleifsson og Pálmi Sighvatsson. Sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.