Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

629. fundur 27. júní 2013 kl. 09:00 - 11:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns og varaformanns í byggðarráð

Málsnúmer 1306228Vakta málsnúmer

Byggðarráð samykkir Stefán Vagn Stefánsson sem formann byggðarráðs og Bjarna Jónsson sem varaformann byggðarráðs.

2.Tekjuframlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra 2013

Málsnúmer 1306194Vakta málsnúmer

Á fundinn komu Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Sandholt sem fóru yfir tekjuframlög til málefna fatlaðra.

3.Kynning á nýrri heimasíðu

Málsnúmer 1306217Vakta málsnúmer

Stefán Arnar Ómarsson kom á fundinn og kynnti drög að nýrri heimasíðu sem er í vinnslu.

4.Aðgengismál

Málsnúmer 1306163Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sjálfsbjörg í Skagafirði frá Aðgengisnefnd Sjálfsbjargar þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið er varðar aðgengismál. Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs að koma á fundi með Aðgengisnefnd Sjálfsbjargar í Skagafirði.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál

Málsnúmer 1304390Vakta málsnúmer

Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 7.700.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

6.Ósk um fund frá stjórn NNV

Málsnúmer 1306216Vakta málsnúmer

Stjórn Náttúrustofu norðurlands vestra óskar eftir fundi með Byggðaráði og fulltrúa Akrahrepps til að ræða stöðu og framtíð Náttúrustofu norðurlands vestra. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með aðilum.

7.Skipun starfshóps til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Málsnúmer 1306141Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að drögum um innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Í hópnum verði fimm fulltrúar einn frá hverjum flokki sem á fulltrúa í sveitarstjórn. Málinu var vísað til byggðarráðs til tilnefningar í starfshópinn. Byggðarráð tilnefnir eftirfarandi fulltrúa: Bjarki Tryggvason, Jón Magnússon, Gísli Árnason, Árni Gísli Brynleifsson og Pálmi Sighvatsson. Sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

8.Tillaga frá S.Þ. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum.

Málsnúmer 1306137Vakta málsnúmer

Málið rætt og byggðarráð samþykkir að afla frekari gagna hjá fjármálastjóra.

9.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Formleg opnun á smábátahöfn kl. 13 á sunnudag 30.júní n.k.

Fundi slitið - kl. 11:10.