Umsókn um aukið framlag vegna snjómoksturs
Málsnúmer 1306244
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 644. fundur - 28.11.2013
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti í sumar um aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að íþyngjandi kostnaði sveitarfélagsins á árinu 2012 vegna snjómoksturs, umfram þau framlög sem sveitarfélagið fékk í gegnum útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins. Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 18. nóvember 2013, þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur samþykkt að úthluta sveitarfélaginu 6.204.780 kr. vegna íþyngjandi kostnaðar við snjómokstur á árinu 2012.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013
Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.