Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Útsvarshlutfall árið 2014
Málsnúmer 1311118Vakta málsnúmer
2.Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl.
Málsnúmer 1310340Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 249. fundi skipulags- og bygginganefndar. Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 29. janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi.
Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.
I. KAFLI
Almennt
1.gr.
Almenn heimild til álagningar.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunar varnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld skal greiða samkvæmt samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv heimild í 20. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag janúar mánaðar hvers árs í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Grunnvísitalan í nóvember 2013 er 119,0 stig. Byggingarkostnaður vísitöluhússins 185.963 kr/m??
II. KAFLI
Gatnagerðargjald
2.gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds
Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.
3.gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:
a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.
4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Gjald skal tilgreint í heilum krónum.
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
1. Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,5%
2. Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús 8,5%
3. Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 5,0%
4. Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsnæði 5,5%
5. Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 3,0%
Til flokks 4, Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsn., teljast allar stofnana og þjónustubyggingar, íþróttamannvirki, geymslur iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir aðra liði greinarinnar.
Til flokks 5, Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli, teljast hlöður reiðskemmur og annað húsnæði sem tengist búfjárhaldi.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
5.gr
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.
Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 12 m2. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
c. Svalaskýli íbúðarhúsa, ef svalaskýlin eru minni en 15 m2 vegna hverrar íbúðar.
d. Vegna stækkunar á íbúðarhúsi sem er amk. 15 ára skal greiða 40% af gatnagerðargjaldi.
6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.
Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
7.gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Um samninga um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá þeim tíma sem samningar voru gerðir.
8.gr.
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrir-hugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sér¬hverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingar-áfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.
III. kafli
Tengigjald fráveitu.
9.gr
Stofngjald.
Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 250.000. Fyrir aðrar lóðir greiðist kr. 300.000 á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins.
IV. KAFLI
Byggingarleyfisgjöld.
10.gr
Flokkun bygginga og gjaldskrá.
Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi / skipulags- og byggingarnefnd samþykkir.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.
Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr 40.000 Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:
Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur kr. 300 per m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús kr. 300 per m² brúttó
Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir kr. 270 per m² brúttó
Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. kr. 150 per m² brúttó
Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. kr. 600 per m² brúttó
Stöðuleyfi gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl. kr. 25.000.-
Stöðuleyfi er að jafnaði veitt til eins árs.
V. KAFLI
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
11. gr.
Gjaldskrá
Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi.
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 15.000.
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 50.000.
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 30.000.
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 20.000.
Húsaleiguúttektir kr. 30.000.
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 25.000.
Útprentun uppdrátta.: A1: 600 kr per blað, A2: 300 kr/per blað, A3: 100 kr/blað.
VI. KAFLI
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.
12. gr.
Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 25.000.
Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 40.000.
Lítilsháttar breyting á deiliskipulagsuppdrætti kr. 50.000.
Afgreiðsla nýs deiliskipulags kr. 90.000.
Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan innifela kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu á kostnað landeigenda eða framkvæmdaaðila. Um ferli slíks skipulags fer skv 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
VII. KAFLI
Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur
13. gr.
Greiðsluskilmálar
Gatnagerðargjöld (skv. 4. gr.), tengigjöld fráveitu (skv. 9. gr.) og byggingarleyfisgjöld (skv. 10. gr.) skal greiða innan mánaðar frá veitingu byggingarleyfis í sveitarstjórn, ella öðlast leyfi ekki gildi. Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Þjónustugjöld skv. 11. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.
14.gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.
Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveð og aðfararveði.
15 gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds
Gjöld samkvæmt 4. , 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4.,9. og 10. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju og en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnveðri án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni.
Þjónustugjöld samkvæmt 11. gr. eru óendurkræf.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9.gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.
VIII. KAFLI
Gildistaka
16.gr.
Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, xx. xxx 2013 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. janúar 2009.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.
Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.
I. KAFLI
Almennt
1.gr.
Almenn heimild til álagningar.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunar varnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld skal greiða samkvæmt samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv heimild í 20. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag janúar mánaðar hvers árs í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Grunnvísitalan í nóvember 2013 er 119,0 stig. Byggingarkostnaður vísitöluhússins 185.963 kr/m??
II. KAFLI
Gatnagerðargjald
2.gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds
Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.
3.gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:
a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.
4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Gjald skal tilgreint í heilum krónum.
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
1. Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,5%
2. Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús 8,5%
3. Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 5,0%
4. Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsnæði 5,5%
5. Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 3,0%
Til flokks 4, Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsn., teljast allar stofnana og þjónustubyggingar, íþróttamannvirki, geymslur iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir aðra liði greinarinnar.
Til flokks 5, Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli, teljast hlöður reiðskemmur og annað húsnæði sem tengist búfjárhaldi.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
5.gr
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.
Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 12 m2. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
c. Svalaskýli íbúðarhúsa, ef svalaskýlin eru minni en 15 m2 vegna hverrar íbúðar.
d. Vegna stækkunar á íbúðarhúsi sem er amk. 15 ára skal greiða 40% af gatnagerðargjaldi.
6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.
Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
7.gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Um samninga um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá þeim tíma sem samningar voru gerðir.
8.gr.
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrir-hugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sér¬hverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingar-áfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.
III. kafli
Tengigjald fráveitu.
9.gr
Stofngjald.
Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 250.000. Fyrir aðrar lóðir greiðist kr. 300.000 á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins.
IV. KAFLI
Byggingarleyfisgjöld.
10.gr
Flokkun bygginga og gjaldskrá.
Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi / skipulags- og byggingarnefnd samþykkir.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.
Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr 40.000 Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:
Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur kr. 300 per m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús kr. 300 per m² brúttó
Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir kr. 270 per m² brúttó
Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. kr. 150 per m² brúttó
Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. kr. 600 per m² brúttó
Stöðuleyfi gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl. kr. 25.000.-
Stöðuleyfi er að jafnaði veitt til eins árs.
V. KAFLI
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
11. gr.
Gjaldskrá
Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi.
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 15.000.
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 50.000.
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 30.000.
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 20.000.
Húsaleiguúttektir kr. 30.000.
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 25.000.
Útprentun uppdrátta.: A1: 600 kr per blað, A2: 300 kr/per blað, A3: 100 kr/blað.
VI. KAFLI
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.
12. gr.
Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 25.000.
Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 40.000.
Lítilsháttar breyting á deiliskipulagsuppdrætti kr. 50.000.
Afgreiðsla nýs deiliskipulags kr. 90.000.
Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan innifela kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu á kostnað landeigenda eða framkvæmdaaðila. Um ferli slíks skipulags fer skv 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
VII. KAFLI
Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur
13. gr.
Greiðsluskilmálar
Gatnagerðargjöld (skv. 4. gr.), tengigjöld fráveitu (skv. 9. gr.) og byggingarleyfisgjöld (skv. 10. gr.) skal greiða innan mánaðar frá veitingu byggingarleyfis í sveitarstjórn, ella öðlast leyfi ekki gildi. Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Þjónustugjöld skv. 11. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.
14.gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.
Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveð og aðfararveði.
15 gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds
Gjöld samkvæmt 4. , 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4.,9. og 10. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju og en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnveðri án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni.
Þjónustugjöld samkvæmt 11. gr. eru óendurkræf.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9.gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.
VIII. KAFLI
Gildistaka
16.gr.
Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, xx. xxx 2013 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. janúar 2009.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.
3.Gjaldskrá fasteignagjalda 2014
Málsnúmer 1311288Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að neðangreind gjöld og skattar verði eftirfarandi á árinu 2014:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2
Upphafsálagning fasteignagjalda 2014:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2014 til 1. september 2014. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2014. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2014, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2014 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2
Upphafsálagning fasteignagjalda 2014:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2014 til 1. september 2014. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2014. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2014, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2014 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2014
Málsnúmer 1311290Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2014, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði óbreytt frá árínu 2013.
4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2014. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2012. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2013 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.578.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.476.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.476.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.708.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2014. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2012. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2013 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.578.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.476.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.476.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.708.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda 2014
Málsnúmer 1311291Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar.
Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
6.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014
Málsnúmer 1311014Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 90. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir 2014.
Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 3,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.
Útseld vinna hækki um 5,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:
Dagvinna 2.625 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.440 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.445 krónur hver klst.
Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.
Við 17.gr. bætist eftirfarandi:
Leiga á rafmagns mælisnúru kr. 60 á dag auk aflnotkunar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna pr. 1. janúar 2014.
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir 2014.
Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 3,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.
Útseld vinna hækki um 5,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:
Dagvinna 2.625 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.440 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.445 krónur hver klst.
Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.
Við 17.gr. bætist eftirfarandi:
Leiga á rafmagns mælisnúru kr. 60 á dag auk aflnotkunar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna pr. 1. janúar 2014.
7.Beiðnir um afskriftir á útsvari og fleiri kröfum
Málsnúmer 1311223Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. nóvember 2013 varðandi afskriftir á útsvari, sem innheimtumanni ríkissjóðs hefur ekki tekist að innheimta og leggur til að verði afskrifaðar.
Byggðarráð samþykkir að útsvarskröfurnar verði afskrifaðar.
Byggðarráð samþykkir að útsvarskröfurnar verði afskrifaðar.
8.Kirkjugarðsgirðing
Málsnúmer 1311270Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Barðskirkju í Fljótum, dagsett 22. nóvember 2013 varðandi ósk um framlag til endurnýjunar girðingar utan um kirkjugarð Barðskirkju. Vísað er til laga nr. 36/1993, IV kafla um skyldur og rétt sveitarfélaga vegna kirkjugarða. Óskað er eftir 1.229.900 kr. vegna efniskaupa fyrir nýja girðingu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
9.Málefni Gúttó
Málsnúmer 1311152Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 12. nóvember 2013, frá áhugafólki um myndlist, hópi sem nefnir sig Sólon og hefur aðstöðu í Gúttó; Skógargötu 11, Sauðárkróki. Á fundi þessa hóps þann 10. nóvember 2013 var eftirfarandi tillaga samþykkt: "Myndlistarfélagið Sólon beinir því til byggðarráðs Skagafjarðar að hefja vinnu við að kanna og meta ástand hússins, að áætla umfang verksins og kostnaðarmeta. Kanni einnig stöðu verndunar hússins og möguleika á að fá aðstoð við lagfæringar á því."
Byggðarráð samþykkir að láta skoða ástand hússins.
Byggðarráð samþykkir að láta skoða ástand hússins.
10.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 169. fundi landbúnaðarnefndar. Lögð fram til umsagnar drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð leggur til að 7. grein orðist svo: "Þjónustufulltrúi heldur skrá yfir lönd í eigu sveitarfélagsins, sem leigð eru til beitar og/eða slægna. Umsóknum um land til beitar eða slægna skal senda til þjónustufulltrúa sem úthlutar landi í samráði við landbúnaðarnefnd í umboði eignarsjóðs."
Byggðarráð leggur til að 7. grein orðist svo: "Þjónustufulltrúi heldur skrá yfir lönd í eigu sveitarfélagsins, sem leigð eru til beitar og/eða slægna. Umsóknum um land til beitar eða slægna skal senda til þjónustufulltrúa sem úthlutar landi í samráði við landbúnaðarnefnd í umboði eignarsjóðs."
11.Rekstrarupplýsingar 2013
Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2013.
12.Umsókn um aukið framlag vegna snjómoksturs
Málsnúmer 1306244Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti í sumar um aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að íþyngjandi kostnaði sveitarfélagsins á árinu 2012 vegna snjómoksturs, umfram þau framlög sem sveitarfélagið fékk í gegnum útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins. Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 18. nóvember 2013, þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur samþykkt að úthluta sveitarfélaginu 6.204.780 kr. vegna íþyngjandi kostnaðar við snjómokstur á árinu 2012.
13.Byggingarnefnd Árskóla - 16
Málsnúmer 1311006FVakta málsnúmer
Fundargerð 16. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 644. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
13.1.Árskóli - kjallari
Málsnúmer 1311078Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 16. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 644. fundi byggðarráðs.
Þorsteinn Broddason vék af fundi þegar hér var komið.
14.Fjárhagsáætlun 2014
Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Einarsson, Ingvar Páll Ingvarsson, Bjarki Tryggvason og Viggó Jónsson.
Farið var yfir fjárhagsáætlun og gögn.
Farið var yfir fjárhagsáætlun og gögn.
Fundi slitið - kl. 12:19.
Í ljósi þessa og samþykktar 308. fundar sveitarstjórnar um útsvarsprósentu á árinu 2014, þá leggur byggðarráð fram svohljóðandi tillögu um útsvarsthlutfall árið 2014 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2014 verði óbreytt, þ.e. 14,48%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 0,04 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,52% á árinu 2014. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða."