Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

309. fundur 11. desember 2013 kl. 16:15 - 19:35 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit að taka fyrir með afbrigðum "Viðauka við fjárhagáætlun 2013- kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf."
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 643

Málsnúmer 1311012FVakta málsnúmer

Fundargerð 643. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Sigurjón Þórðarson og Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs.

1.1.Fjárhagsáætlun 2014 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 1311029Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1311028Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

1.3.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar vegna 2014

Málsnúmer 1310341Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

1.4.Styrkbeiðni, Snorraverkefni 2014

Málsnúmer 1311072Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Rótarýklúbbur Sauðárkróks

Málsnúmer 1311215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

1.7.Fundarboð - hluthafafundur Gagnaveitu Skagafjarðar ehf 2. des. 2013

Málsnúmer 1311198Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndara og óháðra tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti VG og Framsóknarflokks blésu til mikils blaðamannafundar um sölu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Gagnaveitu Skagafjarðar til Mílu og var veifað á fundinum sérstakri viljayfirlýsingu um söluna. Það skýtur óneitanlega skökku við að innihald samnings sem undirritun var ljósmynduð var í bak og fyrir, skuli vera bundin sérstökum trúnaði!

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1311216Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.9.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014

Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.10.Laugardalur 146194 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1311208Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.11.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - útkomuspá

Málsnúmer 1310131Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 644

Málsnúmer 1311018FVakta málsnúmer

Fundargerð 644. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

2.1.Útsvarshlutfall árið 2014

Málsnúmer 1311118Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar á dagskrá fundarins, Útsvarshlutfall árið 2014. Samþykkt samhljóða.

2.2.Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl.

Málsnúmer 1310340Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar á dagskrá fundarins, Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald og fl. Samþykkt samhljóða.

2.3.Gjaldskrá fasteignagjalda 2014

Málsnúmer 1311288Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 16. liðar á dagskrá fundarins, Gjaldskrá fasteignagjalda. Samþykkt samhljóða.

2.4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2014

Málsnúmer 1311290Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2014, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði óbreytt frá árinu 2013.

4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2014. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2012. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2013 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.578.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.476.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.476.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.708.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2014, bornar undir atkvæði og samþykktar með níu atkvæðum.

2.5.Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda 2014

Málsnúmer 1311291Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar.
Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.

Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda 2014, bornar undir atkvæði og samþykktar með níu atkvæðum.

2.6.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014

Málsnúmer 1311014Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 17. liðar á dagskrá fundarins, Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014. Samþykkt samhljóða.

2.7.Beiðnir um afskriftir á útsvari og fleiri kröfum

Málsnúmer 1311223Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.8.Kirkjugarðsgirðing

Málsnúmer 1311270Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.9.Málefni Gúttó

Málsnúmer 1311152Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.10.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.11.Rekstrarupplýsingar 2013

Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.12.Umsókn um aukið framlag vegna snjómoksturs

Málsnúmer 1306244Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.13.Byggingarnefnd Árskóla - 16

Málsnúmer 1311006FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

2.14.Árskóli - kjallari

Málsnúmer 1311078Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 644. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

2.15.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 645

Málsnúmer 1312005FVakta málsnúmer

Fundargerð 645. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 308. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Engin kvaddi sér hljóðs.

3.1.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 18. liðar á dagskrá fundarins, Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014. Samþykkt samhljóða.

3.2.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 645. fundar byggðarráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

3.3.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1312057Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 20. liðar á dagskrá fundarins, Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014. Samþykkt samhljóða.

3.4.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

3.5.Skil á fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun.

Málsnúmer 1312027Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 645. fundar byggðarráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

3.6.Upplýsingar um bréf sent endurskoðendum sveitarfélaga-Eftirlitsnefnd með fjármálum sv.fél

Málsnúmer 1311306Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 645. fundar byggðarráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 646

Málsnúmer 1312006FVakta málsnúmer

Fundargerð 646. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Engin kvaddi sér hljóðs.

4.1.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 19. liðar á dagskrá fundarins, Endurskoðun gjaldskrá sorphirðu 2014. Samþykkt samhljóða.

4.2.Fornleifadeild - færsla í B hluta

Málsnúmer 1312058Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.3.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 1312066Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf.

Málsnúmer 1312109Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 22. liðar á dagskrá fundarins, Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf. Samþykkt samhljóða.

4.5.Kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf.

Málsnúmer 1312085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.6.Ósk um kaup á landi Kolkuóss

Málsnúmer 1311296Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.7.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - upplýsingaöflun

Málsnúmer 1310265Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.8.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1311335Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 646. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.9.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014 Samþykkt samhljóða.

4.10.Þriggja ára áætlun 2015-2017

Málsnúmer 1310236Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 24. liðar á dagskrá fundarins, Þriggja ára áætlun 2015-2017. Samþykkt samhljóða.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1

Málsnúmer 1311023FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

5.1.Kynning á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi

Málsnúmer 1311002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2

Málsnúmer 1312001FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Viggó Jónsson, Sigurjón Þórðarson, kvöddu sér hljóðs.

6.1.Skipun í embætti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1312042Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.2.Fjárhagsáætlun 2014 - atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1310342Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.3.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1312057Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.4.Fornleifadeild - færsla í B hluta

Málsnúmer 1312058Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.5.Fjárhagsáætlun 2014 - menningarmál

Málsnúmer 1310157Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.6.Fjárhagsáætlun 2014 - kynningarmál

Málsnúmer 1310158Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.7.Ketilás 146833 - Félagsheimilið, lóðarmál

Málsnúmer 1311162Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.8.Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Málsnúmer 1308088Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.9.Atvinnulífssýning í Skagafirði

Málsnúmer 1312003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 202

Málsnúmer 1311013FVakta málsnúmer

Fundargerð 202. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta kvaddi sér hljóðs.

7.1.Fjárhagsáætlun félags- og tómstundanefndar 2014

Málsnúmer 1310267Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 202. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.2.Reglur um afreksíþróttasjóð barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1311319Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 202. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.3.Styrkbeiðni - Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Málsnúmer 1305213Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 202. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.4.Tillaga um endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1311314Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 202. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.5.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók

Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 202. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 92

Málsnúmer 1311015FVakta málsnúmer

Fundargerð 92. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarki Tryggvason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarki Tryggvason kvöddu sér hljóðs.

8.1.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar fræðslunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.2.Sumarlokanir leikskóla 2014

Málsnúmer 1310195Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar fræðslunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.3.Vinadagurinn 2013

Málsnúmer 1311041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar fræðslunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.4.Skólarútan á Sauðárkróki 2013-2014

Málsnúmer 1309233Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar fræðslunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 251

Málsnúmer 1311011FVakta málsnúmer

Fundargerð 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Jón Magnússon, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

9.1.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi forseta og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að farið verið í viðræður við umsækjendur og efnislega skoðun á málinu."
Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Jón Magnússon, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, tóku til máls.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Sigurjón Þórðarson sat hjá.

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.2.Tröð 145932 - Umsókn um staðfestingu landamerkja

Málsnúmer 1311265Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.3.Fagranes lóð 2(220477) - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1312031Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.4.Áshildarholt norður (221962) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1312098Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.5.Glæsibær land 6 (221963) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1312102Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.6.Álftagerði 2 lóð (221964) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1312104Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.7.Syðra-Skörðugil land 188285 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1311096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.8.Meyjarland lóð (188621) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1310333Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.9.Brimnes 146404 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1311076Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 91

Málsnúmer 1311016FVakta málsnúmer

Fundargerð 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson, kvöddu sér hljóðs.

10.1.Fjárhagsáætlun - brunavarnir 2014

Málsnúmer 1311272Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.2.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.3.Fjárhagsáætlun 2014 - 08 Hreinlætismál

Málsnúmer 1312059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.4.Fjárhagsáætlun 2014 - 10 Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1312060Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.5.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)

Málsnúmer 1311264Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.7.Umferðarátak FÍB - gangbraut, já takk

Málsnúmer 1311068Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.8.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.Veitunefnd - 1

Málsnúmer 1311022FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.1.Skipun í embætti veitunefndar.

Málsnúmer 1312033Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.2.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1311335Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 2

Málsnúmer 1312004FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.

12.1.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1311335Vakta málsnúmer

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

13.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 23

Málsnúmer 1311017FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 309. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

13.1.Birkilundur húsnæðismál

Málsnúmer 1310198Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.2.Birkilundur - biðlisti

Málsnúmer 1306041Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.3.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2014

Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.4.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.5.Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga 4. útg.

Málsnúmer 1310344Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.Útsvarshlutfall árið 2014

Málsnúmer 1311118Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu, dagsettur 26. nóvember 2013, þar sem vakin er athygli á að í undirbúningi á Alþingi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir m.a. að leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða. Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.

Í ljósi þessa og samþykktar 308. fundar sveitarstjórnar um útsvarsprósentu á árinu 2014, þá leggur byggðarráð fram svohljóðandi tillögu um útsvarsthlutfall árið 2014 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

"Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2014 verði óbreytt, þ.e. 14,48%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 0,04 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,52% á árinu 2014. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

15.Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl.

Málsnúmer 1310340Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 249. fundi skipulags- og bygginganefndar. Lögð fram breyting á samþykkt um gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 29. janúar 2009. Breytingin miðar fyrst og fremst að því að aðlaga samþykktirnar að nýju lagaumhverfi.

Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingaleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.

I. KAFLI
Almennt

1.gr.
Almenn heimild til álagningar.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunar varnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld skal greiða samkvæmt samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv heimild í 20. gr skipulagslaga nr. 123/2010

Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag janúar mánaðar hvers árs í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Grunnvísitalan í nóvember 2013 er 119,0 stig. Byggingarkostnaður vísitöluhússins 185.963 kr/m??

II. KAFLI
Gatnagerðargjald

2.gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.

3.gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.

4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum brúttófermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag janúarmánaðar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Gjald skal tilgreint í heilum krónum.

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

1. Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,5%
2. Parhús, raðhús, tvíbýlishús og keðjuhús 8,5%
3. Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 5,0%
4. Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsnæði 5,5%
5. Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 3,0%


Til flokks 4, Versl.-þjónustu- iðnaðar og annað húsn., teljast allar stofnana og þjónustubyggingar, íþróttamannvirki, geymslur iðnaðarhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir aðra liði greinarinnar.
Til flokks 5, Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli, teljast hlöður reiðskemmur og annað húsnæði sem tengist búfjárhaldi.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

5.gr
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 12 m2. Fyrir stærri hús er greitt sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.
c. Svalaskýli íbúðarhúsa, ef svalaskýlin eru minni en 15 m2 vegna hverrar íbúðar.
d. Vegna stækkunar á íbúðarhúsi sem er amk. 15 ára skal greiða 40% af gatnagerðargjaldi.

6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

7.gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Um samninga um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjöld, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði frá þeim tíma sem samningar voru gerðir.

8.gr.
Áfangaskipti framkvæmda.

Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggist byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrir-hugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sér¬hverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingar-áfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.

III. kafli
Tengigjald fráveitu.

9.gr
Stofngjald.

Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 250.000. Fyrir aðrar lóðir greiðist kr. 300.000 á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins.

IV. KAFLI
Byggingarleyfisgjöld.

10.gr
Flokkun bygginga og gjaldskrá.

Samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi / skipulags- og byggingarnefnd samþykkir.
Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, hæðarsetning og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um öryggis- og lokaúttekt.
Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr 40.000 Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:

Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur kr. 300 per m² brúttó
Sólstofur, garðhús, heimilisgróðurhús kr. 300 per m² brúttó
Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir kr. 270 per m² brúttó
Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. kr. 150 per m² brúttó
Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. kr. 600 per m² brúttó
Stöðuleyfi gámar, hús, bátar, hjólhýsi, sumarhús, söluvagnar o.fl. kr. 25.000.-
Stöðuleyfi er að jafnaði veitt til eins árs.

V. KAFLI
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.

11. gr.
Gjaldskrá
Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi.
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 15.000.
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 50.000.
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 30.000.
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 20.000.
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 20.000.
Húsaleiguúttektir kr. 30.000.
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 25.000.
Útprentun uppdrátta.: A1: 600 kr per blað, A2: 300 kr/per blað, A3: 100 kr/blað.

VI. KAFLI
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.

12. gr.
Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 25.000.
Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 40.000.
Lítilsháttar breyting á deiliskipulagsuppdrætti kr. 50.000.
Afgreiðsla nýs deiliskipulags kr. 90.000.

Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan innifela kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða deiliskipulagsbreytingu á kostnað landeigenda eða framkvæmdaaðila. Um ferli slíks skipulags fer skv 40. og 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

VII. KAFLI
Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur

13. gr.
Greiðsluskilmálar

Gatnagerðargjöld (skv. 4. gr.), tengigjöld fráveitu (skv. 9. gr.) og byggingarleyfisgjöld (skv. 10. gr.) skal greiða innan mánaðar frá veitingu byggingarleyfis í sveitarstjórn, ella öðlast leyfi ekki gildi. Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Þjónustugjöld skv. 11. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.

14.gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.

Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveð og aðfararveði.

15 gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds

Gjöld samkvæmt 4. , 9. og 10. gr. gjaldskrár þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4.,9. og 10. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju og en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnveðri án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni.
Þjónustugjöld samkvæmt 11. gr. eru óendurkræf.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9.gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.

VIII. KAFLI
Gildistaka

16.gr.
Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, xx. xxx 2013 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var í sveitarstjórn 29. janúar 2009.

Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá - samþykkt um gatnagerðargjald ofl. borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

16.Gjaldskrá fasteignagjalda 2014

Málsnúmer 1311288Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að neðangreind gjöld og skattar verði eftirfarandi á árinu 2014:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

Upphafsálagning fasteignagjalda 2014:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2014 til 1. september 2014. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2014. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2014, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2014 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gjaldskrá fasteignagjalda 2014 borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014

Málsnúmer 1311014Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir 2014.

Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 3,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.
Útseld vinna hækki um 5,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.625 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.440 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.445 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Við 17.gr. bætist eftirfarandi:
Leiga á rafmagns mælisnúru kr. 60 á dag auk aflnotkunar.

Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna pr. 1. janúar 2014.

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðm. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

18.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

.: Drögum að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði var vísað til byggðarráðs frá 91. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
1. gr. Sveitarfélagið Skagafjörður innheimtir gjald fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari, sbr. II. kafla í samþykkt nr. 249/2005 um fráveitur í Sveitarfélaginu Skagafirði.

2. gr. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 66/2001, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,275% af álagningarstofni. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

3. gr. Gjald fyrir tæmingu rotþróa skal vera eftirfarandi: Stærð í lítrum. Tæmingargjald kr. Rotþró 0-2000 27.500 " 2001-4000 31.000 " 4001-6000 34.500 Innheimta skal tæmingargjald eftir að tæming hefur farið fram. Gjald fyrir sérstaka þjónustu: Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6001 lítri skal vera 3.800 kr./m³ fyrir hverja losun. Fjárhæð tæmingargjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota barka sem er lengri en 50 m, en sé það nauðsynlegt skal húseigandi greiða aukalega 4.300 kr. á hverja losun. Sé ekki hægt að tæma rotþró í reglubundinni yfirferð og því þurfi að fara aukaferð, skal húseigandi greiða fullt tæmingargjald auk aukagjalds sem nemur 50% af tæmingargjaldi. Ef húseigandi óskar eftir aukatæmingu á rotþró skal hann greiða sem nemur einu og hálfu tæmingargjaldi fyrir þá losun.

4. gr. Gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hverskonar samningsveði og aðfararveði.

5. gr. Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar xx. xxx 20xx og staðfestist hér með, samkvæmt X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr.1069/2006. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá fráveitu borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

19.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá sorphirðu.

Niðurst.: Indriði Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlíð. Ræddar voru beytingar á gjaldskrá 2014 fyrir sorphirðu og -urðun.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og -urðun fyrir árið 2014:
Sorphirðugjald fyrir íbúðarhúsnæði í þéttbýli 17.000 kr.
Sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði í þéttbýli 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald þar sem sorp er sett í safngáma: Sorpeyðingargjald - bújarðir/býli með atv.starfsemi 45.000 kr./býli
Sorpeyðingargjald - íbúðarhúsnæði í dreifbýli 15.000 kr./íbúð
Sorpeyðingargjald - sumarbústaðir 15.000 kr./hús Sorpeyðingargjald - gripahús á skipulögðum svæðum 4.000 kr./séreign
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að fara í heildarendurskoðun á sorpmálum í Sveitarfélaginu Skagafirði, strax í janúar 2014.

Gjaldskrá sorphirðu samþykkt með átta greiddum atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

20.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1312057Vakta málsnúmer

Niðurst.: Gjaldskránni vísað til byggðarráðs frá 2. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Tillaga um að gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ verði eftirfarandi frá 1. janúar 2014: Aðgangur fyrir hópa og námsmenn 800 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 16 ára og eldri 1.200 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 15 ára og yngri er gjaldfrjáls.
Sameiginlegur aðgangur fyrir Glaumbæ og Minjahúsið á Sauðárkróki er 1.400 krónur.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Gjaldskrá Byggðasafns samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

21.Nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks - Rætur bs

Málsnúmer 1311336Vakta málsnúmer

Tillaga að samþykktum og bókun sveitarstjórnar lögð fram til afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Aðilar að byggðasamlaginu eru: Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Miðað er við að stofnfundur byggðasamlagsins verði haldinn fyrir lok janúar 2014. Sveitarstjórn veitir Ástu Björgu Pálmadóttur umboð til þess að sækja stofnfundinn og staðfesta aðild sveitarfélagsins með undirritun samþykkta sem eru stofnskjal byggðasamlagsins, skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðið nær einnig til áritunar stofnefnahags, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á því skjali.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir vanhæfi sínu varðandi málið.

Jón Magnússon tók til máls.

Stutt hlé var gert á fundi að því loknu tók Sigurjón Þórðarson til máls.

Tillagan og bókun, bornar undir atkvæði og samþykktar með átta atkvæðum.

22.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf.

Málsnúmer 1312109Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 - fjárfestingu í málaflokki 29, vegna kaupa á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf. að upphæð 2.110.666 kr. Fjármögnuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2013

Viðauki við fjárshagsáætlun 2013 - fjárfesting í málaflokki 29, vegna kaupa á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun 2014.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 er lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Áætlun ársins gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 3.804 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 3.309 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3.450 m.kr., þ.a. A hluti 3.153 m.kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 520 m.kr, afskriftir nema 166 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 276 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð samtals 77 m.kr. í hagnað.
Rekstrarhagnaður A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 236m.kr, afskriftir nema 79 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 194 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 37 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 7.076 m.kr., þ.a. eignir A hluta 5.484m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 5.717 m.kr., þ.a. hjá A hluta 4.460 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.359 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,19. Eigið fé A hluta er áætlað 1.024 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,19. Ný lántaka er áætluð 868 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 362 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 875 m.kr. hjá samstæðu, þarf af 780 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 141%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A hluta verði jákvætt um 166 m.kr., veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði jákvætt um samtals 398 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 138 m.kr.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson.
Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vilja þakka öllum þeim sem komu að gerð fjárhagsáætlunar, fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessarar áætlunar.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 byggir að stórum hluta á áætlun ársins 2013 en rauntölur þessa árs liggja eðlilega ekki enn fyrir. Hins vegar bendir margt til þess að niðurstöður ársreikninga fyrir árið 2013 muni ekki víkja í stórum dráttum frá þeirri áætlun, sem unnið er eftir á yfirstandandi ári. Það er jákvætt og til marks um að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur unnið að frá síðasta ári, séu að skila árangri í rekstri sveitarfélagsins. Þann árangur ber fyrst og fremst að þakka starfsfólki sveitarfélagsins, sviðsstjórum og sveitarstjóra, ásamt þeirri samstöðu sem náðist innan sveitarstjórnar um sameiginleg markmið í þessum efnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja á það ríka áherslu, að rekstur sveitarsjóðs skili jákvæðri niðurstöðu til framtíðar, þannig að sveitarfélagið geti á markvissan hátt greitt niður skuldir á komandi árum. Til að svo megi verða, án þess að skerða þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þarf að beina sjónum að tekjuhlið sveitarsjóðs í ríkari mæli en gert hefur verið hjá núverandi meirihluta.
Atvinnuuppbygging með fjölgun starfa til að auka tekjur sveitarsjóðs eru meginverkefni sveitarstjórnarmanna í Skagafirði á komandi misserum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið öflugir talsmenn atvinnulífsins og því munum við leggja okkur fram um, að þeir kraftar okkar nýtist til frekari hagsældar í Sveitarfélaginu Skagafirði í náinni framtíð.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar og Vinstri Grænna fyrir árið 2014 ber þess glöggt merki að fjárhagur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er mjög þröngur. Samkvæmt áætluninni er vart nægjanlegur afgangur af rekstri til þess að greiða afborganir af langtímalánum, það hefur í för með sér að það þarf að taka ný lán fyrir öllum framkvæmdum sem fyrirhugað er að fara í á næsta ári sem þýðir aukna skuldasöfnun.
Núverandi meirihluti hefur því miður ekki sýnt nauðsynlega ráðdeild í sínum aðgerðum. Ef fram heldur sem horfir mun sá ávinningur sem vannst í sameiginlegum hagræðingaraðgerðum glutrast niður, hagræðing sem íbúar og starfsmenn sveitarfélasins færðu fórnir fyrir. Stóraukin skuldsetning sveitarfélagsins ber vitni um að aðhald og forsjálni hafi síður en svo ríkt í tíð núverandi meirihluta sveitarstjórnar.
Einn helsti veikleikinn í áætlanagerð meirihlutans snýr að tekjuhliðinni og á það einkum við stórauknar þjónustutekjur. Áætlunin ber með sér að þjónustutekjur munu hækka tvöfalt meira en verðlag, á sama tíma og boðað hefur verið að gjaldskrár muni ekki hækka. Það er óraunhæft, sérstaklega ef litið er til þess að sveitarfélagið hefur frekar glímt við fólksfækkun en aukningu í tíð núverandi meirihluta.
Helsti áhættuþátturinn í fjárhagsáætlun meirihlutans er sú óvissa sem ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins elur á, sem snýr að skerðingu á grunnþjónustu samfélagsins og sem boðaðar breytingar á löggæslu-, mennta- og heilbrigðismálum bera með sér. Breytingarnar geta augljóslega komið harkalega niður á fjárhag sveitarfélagsins og valda sömuleiðis óstöðugleika og óvissu meðal íbúa.
Það má ekki gleyma því að fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem börn og fölskyldur ásamt fyrirtækjum í sveitarfélaginu búa við næsta árið.
Starfsfólki sveitarfélagsins eru færðar þakkir fyrir góða og árangurríka vinnu við að ná fram sparnaði og auknu hagræði í rekstri.

Undirrituð óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum og óháðum.

Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson sem lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegt er að sjá hversu vel rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur gengið á árinu 2013, eftir jákvæðan rekstrarlegan viðsnúning sem varð á árinu 2012. Rekstrarniðurstaða síðasta árs hljóðaði upp á 17 m.kr. í hagnað af samstæðureikningi sveitarfélagsins (A + B hluti). Fyrstu 10 mánuðir ársins 2013 sýna að samstæðan skilaði hagnaði upp á um 100 m.kr. sem gefur væntingar um að árið í heild sinni verði gert upp með jákvæðri niðurstöðu. Verður það í fyrsta sinn frá stofnun sameinaðs sveitarfélags árið 1998 sem Sveitarfélagið Skagafjörður er rekið með hagnaði í tvö ár í röð. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir að hagnaður þess verði 77 m.kr. Gangi áætlunin eftir skilar sveitarfélagið þannig jákvæðri rekstrarniðurstöðu samfleytt í 3 ár.
Þess ber að geta að í fjárhagsáætlun ársins 2014 er kominn inn kostnaður vegna allra framkvæmda við viðbyggingu Árskóla og lagfæringar sem þar hafa verið gerðar á eldra húsnæði. Þrátt fyrir það og aðrar framkvæmdir sveitarfélagsins, m.a. lagningu hitaveitu í Sæmundarhlíð og Hegranesi, hitaveituframkvæmdir í Hrolleifsdal, nýja smábátahöfn á Sauðárkróki, gatnagerðarframkvæmdir, umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir við Höfðaborg og víðar. Búið er að framkvæma og eignfæra fyrir um 1,2 milljarða króna á kjörtímabilinu. Áætlað er að stærsta einstaka framkvæmdin á næsta ári verði framkvæmdir við leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Skuldahlutfallið á næsta ári verður samkvæmt áætlun 141% sem er innan við þau viðmið um 150% skuldahlutfall sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur sett.
Í endurskipulagningu rekstrar og hagræðingaraðgerðum sem ráðist var í á síðasta ári var, m.a. gert ráð fyrir að launahlutfallið í A-hluta á árinu 2014 yrði 57% og hefði þá lækkað úr 66% frá árinu 2011. Þetta markmið næst á árinu 2014 eins og stefnt var að.
Góður árangur í rekstri sveitarfélagsins gerir kleift að gjaldskrár verði ekki hækkaðar í áætlun næsta árs fyrir þjónustu sem snýr að íbúum sveitarfélagsins, einkum og sér í lagi fyrir þá þjónustu sem snýr að fjölskyldum með ung börn og eldra fólki. Með þessu er tryggt að gjaldskrárnar verði enn sem fyrr meðal þeirra allra lægstu á landinu. Jafnframt hefur geta sveitarfélagsins til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir aukist til muna. Þannig hefur veltufé frá rekstri aukist úr 144 m.kr. frá árinu 2011 í 398 m.kr. í áætlun fyrir árið 2014.
Þessi góði árangur hefur náðst vegna samstillts átaks sveitarstjórnar, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir það.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta.

Fjárhagsáætlun 2014 borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

24.Þriggja ára áætlun 2015-2017

Málsnúmer 1310236Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, skýrði þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2015-2017.
Þriggja ára áætlun borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.

25.Veitur - Fundargerðir 2013

Málsnúmer 1302060Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 29. nóvember 2013 lögð fram til kynningar á 309. fundi sveitarstjórnar.

26.FNV Fundagerðir skólanefndar 2013

Málsnúmer 1304093Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 14. nóvember 2013 lögð fram til kynningar á 309. fundi sveitarstjórnar.

27.Fundargerðir stjórnar 2013

Málsnúmer 1301015Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 2. desember 2013 lögð fram til kynningar á 309. fundi sveitarstjórnar.

28.Stjórnarfundir SSKS 2013

Málsnúmer 1308164Vakta málsnúmer

Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 4. október 2013 lögð fram til kynningar á 309. fundi sveitarstjórnar

Fundi slitið - kl. 19:35.