Heiði 145935 - Umsókn um deiliskipulag
Málsnúmer 1307103
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013
Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 633. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 252. fundur - 08.01.2014
Tekið fyrir erindi Þórsgarðs ehf varðandi deiliskipulag frístundabyggðar við Lambá í landi Heiðar í Gönguskörðum. Skipulags- og byggingarnefnd hefur jákvæða afstöðu til málsins og samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á erindi Þórsgarðs ehf.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014
Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 256. fundur - 01.04.2014
Kristján Eggertsson arkitekt hjá KRADS arkitektastofu leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Heiðar í Gönguskörðum. þá liggja fyrir fundinum drög að breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem deiliskipulagstillagan útheimtir. Aðalskipulagsbreyting unnin af Stoð ehf. Skipulags- og byggingarnefnd hefur á fundum sínum 7 ágúst 2013 og 8. janúar 2014 áður fjallað um málið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að deili- og aðalskipulagsbreytingarnar verði samþykktar og auglýstar samhliða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014
Afgreiðsla 256. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. april 2014 með níu atkvæðum.
Deiliskipulagsáformin útheimta breytingu á landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Óskað eftir því að sveitarfélagið geri þær breytingar á Aðalskipulaginu sem nauðsynlegar eru til að þessi áform geti orðið að veruleika. Meðfylgjandi gögn eru uppdráttur, drög að deiliskipulagi, frá KRADS Klapparstíg sem sýnir fyrirhuguð áform í aðalatriðum og umsókn dagsett 18.07.2013. Varðandi drög að deiliskipulagi vill skipulags- og byggingarnefnd ma benda á gr, 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Skipulags- og byggignarnefnd samþykkir að láta vinna breytingu á aðalskipulagi þegar nánari útfærsla er komin frá umsækjendum varðandi deiliskipulagstillögu.