Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs vegna gatnagerðar við læknisbústað á Spítalastíg. Verkefnið er unnið í samvinnu við og að frumkvæði Fasteigna Ríkissjóðs. Tvö tilboð bárust og voru bæði töluvert yfir kostnaðaráætlun. Mögulegt er að ná hagstæðari samningum um malbiksverð ef hægt er að vinna malbikið samhliða malbikun strandvegarins. Þá er áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins eru 5,9 milljónir. Þar af eru 1,6 milljónir í yfirborðsfrágangi og stígum. Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 3 milljónum í verkefnið. Nefndin samþykkir að fara í framkvæmdir við Spítalastíg í ár en yfirborðsfrágangi og stígagerð verði frestað til ársins 2014. Með því er kostnaður ársins 2013 um 4,3 milljónir. Vísað til Byggðarráðs vegna aukins kostnaðar og fjárhagsáætlun næsta árs.
Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 3 milljónum í verkefnið.
Nefndin samþykkir að fara í framkvæmdir við Spítalastíg í ár en yfirborðsfrágangi og stígagerð verði frestað til ársins 2014. Með því er kostnaður ársins 2013 um 4,3 milljónir.
Vísað til Byggðarráðs vegna aukins kostnaðar og fjárhagsáætlun næsta árs.