Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

87. fundur 08. ágúst 2013 kl. 10:00 - 10:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson varam.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, hafnarstjóri, sat fyrsta lið fundar.

1.Hesteyri 2 - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 1307164Vakta málsnúmer

Lögð var fram til umsagnar umsókn frá Marteini Jónssyni, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirðinga, um stækkun lóðar og stækkun byggingarreits Kjarnans að Hesteyri 2. Umsótt lóðarstækkun eru 375m2 til austurs í norðaustur mörkum núverandi lóðar. Umsótt stækkun byggingarreits eru 560m2 reitur við vélaverkstæði. Nefndin samþykkir fyrirhugaða stækkun lóðarinnar með þeirri kvöð að geymslusvæðið verði girt af áður en það fer í notkun.
Nefndin gerir athugasemd við umgengni á svæðinu umhverfis Kjarnann og óskar þess að úr verði bætt hið fyrsta.
Umsókn um stækkun byggingarreits er samþykkt af hálfu nefndarinnar.

2.Spítalastígur - gatnagerð 2013

Málsnúmer 1308011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs vegna gatnagerðar við læknisbústað á Spítalastíg. Verkefnið er unnið í samvinnu við og að frumkvæði Fasteigna Ríkissjóðs. Tvö tilboð bárust og voru bæði töluvert yfir kostnaðaráætlun. Mögulegt er að ná hagstæðari samningum um malbiksverð ef hægt er að vinna malbikið samhliða malbikun strandvegarins. Þá er áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins eru 5,9 milljónir. Þar af eru 1,6 milljónir í yfirborðsfrágangi og stígum.
Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 3 milljónum í verkefnið.
Nefndin samþykkir að fara í framkvæmdir við Spítalastíg í ár en yfirborðsfrágangi og stígagerð verði frestað til ársins 2014. Með því er kostnaður ársins 2013 um 4,3 milljónir.
Vísað til Byggðarráðs vegna aukins kostnaðar og fjárhagsáætlun næsta árs.

3.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar útboðsgögn ásamt samskiptum við skipulagsstofnun vegna færslu strandvegar. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Útboðið hefur verið auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og verður tilboðsopnun þann 20. ágúst næstkomandi. Áætluð verklok eru 15. nóvember 2013.
Nefndin fagnar því að nú verði lokið við færslu strandvegarins í endanlega legu.

4.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar drög að eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunnar vegna gamla urðunarstaðarins á Skarðsmóum.
Sviðsstjóri mun svara erindinu fyrir lok ágústmánaðar.
Lagt var til að fá Jón Örn Berndsen og Ómar Kjartansson á næsta fund til að fara yfir lokunaráætlun Skarðsmóa.

Fundi slitið - kl. 10:50.