Borgarfell 146151 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1309148
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 247. fundur - 09.10.2013
Björk Sigurðardóttir kt. 210744-2079 eigandi jarðarinnar Borgarfells, landnúmer 146151, leitar umsagnar skipulags-og byggingarnefndar um hvort 56,4m² sumarhús með fastanúmerið 214-0939 sem stendur á framangreindri jörð fengist samþykkt sem íbúðarhús. Fram kemur í erindi Bjarkar að taki nefndin jákvætt í erindið verði í samræmi við gildandi reglur skilað inn til byggingarfulltrúa uppdráttum sem gera grein fyrir breyttri notkun og breyttri innangerð hússins. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum