Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að sveitarfélagið fresti því að senda óinnheimtar kröfur til innheimtufyrirtækja næstu vikurnar, í ljósi endurtekinna yfirlýsinga forsætisráðherra um að í nóvember komi til framkvæmda róttækustu skuldaleiðréttinga sem dæmi eru um í veröldinni.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson tóku til máls.
Stefán Vagn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun: Hér er um að ræða samskonar tillögu og lögð var fram í sveitarstjórn þann 20 júní sl. og var send byggðarráði sveitarfélagsins til afgreiðslu. Sú tillaga hefur hlotið efnislega meðferð þar en afgreiðslu á henni var frestað vegna óska byggðarráðsfulltrúa um frekari gögn. Sú tillaga verður tekin fyrir í byggðarráði um leið og gagnasöfnun er lokið. Þar sem sú tillaga sem hér liggur fyrir er efnislega samstæð þeirri tillögu sem er nú þegar til afgreiðslu hjá byggðarráði, legg ég til að þessari tillögu verði vísað til byggðarráðs til afgreiðslu á grundvelli þeirra gagna sem þar liggja fyrir í málinu.
Tillaga Stefáns Vagns Stefánssons borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
Bókun Sigurjón Þórðarson: Ég harma afgreiðslu sveitarstjórnar í þessu máli. Ekkert er því til fyrirstöðu að samþykkja nú þegar að fresta strax öllum innheimtuaðgerðum á vegum sveitarfélagsins, þ.e. ef sveitarstjórnarmenn hafa trú á yfirlýsingum forsætisráðherra um róttækustu skuldaleiðréttingu sem dæmi eru um í veröldinni og að vísa til hennar á allra næstu vikum. Ekki verður annað lesið í afgreiðslu málsins en að Framsóknarmenn í Skagafirði hafi uppi miklar efasemdir um efndir loforða formanns Framsóknarflokksins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað: Það að senda málið til byggðarráðs hefur ekkert með afstöðu okkar að gera til aðgerða stjórnvalda til handa skuldsettum heimilum. Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra er að reyna að slá ryki í augun á fólki með þess háttar framsetningu. Við framsóknarmenn í Skagafirði bindum nú sem áður miklar vonir við fyrrgreindar aðgerðir. Stefán Vagn Stefánsson Sigríður Magnúsdóttir Bjarki Tryggvason Viggó Jónsson
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að sveitarfélagið fresti því að senda óinnheimtar kröfur til innheimtufyrirtækja næstu vikurnar, í ljósi endurtekinna yfirlýsinga forsætisráðherra um að í nóvember komi til framkvæmda róttækustu skuldaleiðréttinga sem dæmi eru um í veröldinni.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson tóku til máls.
Stefán Vagn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hér er um að ræða samskonar tillögu og lögð var fram í sveitarstjórn þann 20 júní sl. og var send byggðarráði sveitarfélagsins til afgreiðslu. Sú tillaga hefur hlotið efnislega meðferð þar en afgreiðslu á henni var frestað vegna óska byggðarráðsfulltrúa um frekari gögn. Sú tillaga verður tekin fyrir í byggðarráði um leið og gagnasöfnun er lokið.
Þar sem sú tillaga sem hér liggur fyrir er efnislega samstæð þeirri tillögu sem er nú þegar til afgreiðslu hjá byggðarráði, legg ég til að þessari tillögu verði vísað til byggðarráðs til afgreiðslu á grundvelli þeirra gagna sem þar liggja fyrir í málinu.
Tillaga Stefáns Vagns Stefánssons borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
Bókun Sigurjón Þórðarson:
Ég harma afgreiðslu sveitarstjórnar í þessu máli. Ekkert er því til fyrirstöðu að samþykkja nú þegar að fresta strax öllum innheimtuaðgerðum á vegum sveitarfélagsins, þ.e. ef sveitarstjórnarmenn hafa trú á yfirlýsingum forsætisráðherra um róttækustu skuldaleiðréttingu sem dæmi eru um í veröldinni og að vísa til hennar á allra næstu vikum. Ekki verður annað lesið í afgreiðslu málsins en að Framsóknarmenn í Skagafirði hafi uppi miklar efasemdir um efndir loforða formanns Framsóknarflokksins.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Það að senda málið til byggðarráðs hefur ekkert með afstöðu okkar að gera til aðgerða stjórnvalda til handa skuldsettum heimilum. Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra er að reyna að slá ryki í augun á fólki með þess háttar framsetningu. Við framsóknarmenn í Skagafirði bindum nú sem áður miklar vonir við fyrrgreindar aðgerðir.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson