Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

305. fundur 18. september 2013 kl. 16:15 - 18:25 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir ritari
Dagskrá

1.Beiðni um lausn frá störfum

Málsnúmer 1309157Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 11. september 2013 frá Svanhildi Guðmundsdóttur fulltrúa Samfylkingar, þar sem hún óskar eftir lausn úr sveitarstjórn um tiltekinn tíma, ásamt þeim ráðum og nefndum sem hún er tilnefnd í af hálfu sveitarstjórnar. Óskað er eftir leyfi frá og með 1. október 2013 til og með loka yfirstandandi kjörtímabils.

Forseti lagði fram svohljóðandi bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn þakkar Svanhildi vel unnin störf í þágu íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og óskar sveitarstjórn henni velfarnaðar í öðrum verkefnum framundan.

Borið undir atkvæði og samþykkt með níu greiddum atkvæðum.

1.1.Byggingarnefnd Árskóla - 15

Málsnúmer 1309003FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Árskóli - staða framkvæmda.

Málsnúmer 1302138Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sat hjá.

1.3.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2013

Málsnúmer 1309091Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Ráðstefna - NPA

Málsnúmer 1309097Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Fræðslunefnd - 90

Málsnúmer 1309002FVakta málsnúmer

Fundargerð 90. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 305. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson, Bjarki Tryggvason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarki Tryggvason og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.

2.1.Athugasemdir vegna skólaaksturs

Málsnúmer 1308250Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 90. fundar fræðslunefndar staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.2.Skólaakstur

Málsnúmer 1309031Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 90. fundar fræðslunefndar staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.3.Nemendafjöldi skólaársins 2013-2014

Málsnúmer 1309084Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 90. fundar fræðslunefndar staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.4.Ályktun um Reykjavíkurflugvöll

Málsnúmer 1309139Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.Tilnefningar í nefndir og ráð í stað Svanhildar Guðmundsdóttur

Málsnúmer 1309213Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að Guðrún Helgadóttir verði kosin aðalmaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Tillaga að Árni Gísli Brynleifsson verði áheyrnarfulltrúi í skipulags- og bygginganefnd og varamaður áheyrnarfulltrúa Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því réttkjörin.

4.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti svohljóðandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók fyrir sátt um eignarréttarlega stöðu Almennings á Skagaheiði sem var tekin fyrir 17. júlí 2013 hjá óbyggðanefnd (mál nr. 1/2013, Skagi).
Undir rekstri málsins upplýstu lögmenn málsaðila óbyggðanefnd um að leitast væri við að sætta ágreining um Almenning á Skagaheiði og óskuðu eftir aðkomu óbyggðanefndar að því ferli. Sáttaumleitanir leiddu til þeirrar niðurstöðu að íslenska ríkið annars vegar og Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd hins vegar gerðu með sér sátt um Almenningin sem Þjóðlendu með þeim skilmálum að um rétt til upprekstrar á afréttinn og annarra hefðbundinna nota sem afréttareign fylgja fari eftir ákvæðum laga þar um, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1998. Þar ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, þar sem fram kemur að upprekstrarrétt á afrétt hrepps eða annars upprekstrarfélags eiga allir búfjáreigendur, sem landsafnot hafa í hreppi eða á félagssvæði, nema þar frá sé, að fengnu samþykki jarðeiganda, gerð undantekning í fjallskilasamþykkt. Einnig ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, þar sem fram kemur að þeim jörðum sem rétt eiga til upprekstrar á afrétt í þjóðlendu fylgir veiðiréttur í vötnum þeim sem á þeim afrétti eru, með sama hætti og verið hefur. Á það bæði við um straumvötn og stöðuvötn, sbr. 43. tölulið 3. gr. sömu laga.
Auk framangreindra atriða tók sveitarstjórn tillit til þess að í ferli málsins var gefið út yfirlit yfir allar lýstar kröfur og þær færðar inn á uppdrátt. Lögboðin kynning fór fram með því að yfirlit og uppdráttur lágu frammi á skrifstofu sýslumanns á Blönduósi og á Sauðárkróki, frá 15. apríl til og með 15. maí 2013, sbr. 12. gr. laga nr. 58/1998. Athugasemdafrestur var til 22. maí 2013. Framangreind kynningargögn voru jafnframt auglýst aðgengileg á skrifstofu viðkomandi sveitarfélaga, skrifstofu óbyggðanefndar og heimasíðu óbyggðanefndar. Engar athugasemdir bárust fyrir lok athugasemdafrests.
Fyrir fundi sveitarstjórnar lá sáttargjörð um málið sem hafði verið undirrituð af Ólafi Björnssyni hrl. fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna þeirra. Einnig lá fyrir fundinum uppdráttur af Almenningi á Skaga sem um er að ræða sem þjóðlendu.

Bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór yfir framantalin gögn en samþykkti síðan fyrirliggjandi sátt með níu samhljóða atkvæðum og fól sveitarstjóra að staðfesta sáttina með undirritun.

Borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál

Málsnúmer 1304390Vakta málsnúmer

Forseti las upp bókun frá 635. fundi Byggðaráðs. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Viggó Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson tóku til máls.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Vek athygli á að verið er að nota útsvarstekjur sveitarfélagsins til að niðurgreiða flug til Sauðárkróks, það sem af er þessu ári er upphæðin um 27 milljónir króna. Flug er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins samkvæmt sveitarstjórnarlögum og spyrja má hvort gæfulegt sé að verja fjármunum sveitarfélagsins á þennan hátt.

Stefán Vagn Stefánsson, Jón Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Bjarni Jónsson, Viggó Jónsson og Sigríður Svavarsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er undarlegt að sjá bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í ljósi þess að sá viðauki sem hér um ræðir er byggður á samningi sem allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu. Það eru einkennileg vinnubrögð að samþykkja samning í sveitarstjórn án athugasemda, en koma síðar með athugasemdir sem þessar. Vænti þess að allir sveitarstjórnarfulltrúar sem samþykktu viðkomandi samning hafi gert sér grein fyrir að sú þjónusta sem samningurinn felur í sér væri ekki lögbundin.

Forseti bar upp tillögu: Vegna samnings á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic um áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur, þarf að gera viðauka á fjárhagsáælun ársins 2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hækka fjárheimildir málaflokks 10890 um 11.900.000 kr. Fjármögnuninni mætt með lántöku.

Borið undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

6.Tillaga til samþykktar á sveitarstjórnarfundi 18. 9 2013

Málsnúmer 1309188Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi tillögu:
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að sveitarfélagið fresti því að senda óinnheimtar kröfur til innheimtufyrirtækja næstu vikurnar, í ljósi endurtekinna yfirlýsinga forsætisráðherra um að í nóvember komi til framkvæmda róttækustu skuldaleiðréttinga sem dæmi eru um í veröldinni.

Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson tóku til máls.

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hér er um að ræða samskonar tillögu og lögð var fram í sveitarstjórn þann 20 júní sl. og var send byggðarráði sveitarfélagsins til afgreiðslu. Sú tillaga hefur hlotið efnislega meðferð þar en afgreiðslu á henni var frestað vegna óska byggðarráðsfulltrúa um frekari gögn. Sú tillaga verður tekin fyrir í byggðarráði um leið og gagnasöfnun er lokið.
Þar sem sú tillaga sem hér liggur fyrir er efnislega samstæð þeirri tillögu sem er nú þegar til afgreiðslu hjá byggðarráði, legg ég til að þessari tillögu verði vísað til byggðarráðs til afgreiðslu á grundvelli þeirra gagna sem þar liggja fyrir í málinu.

Tillaga Stefáns Vagns Stefánssons borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Bókun Sigurjón Þórðarson:
Ég harma afgreiðslu sveitarstjórnar í þessu máli. Ekkert er því til fyrirstöðu að samþykkja nú þegar að fresta strax öllum innheimtuaðgerðum á vegum sveitarfélagsins, þ.e. ef sveitarstjórnarmenn hafa trú á yfirlýsingum forsætisráðherra um róttækustu skuldaleiðréttingu sem dæmi eru um í veröldinni og að vísa til hennar á allra næstu vikum. Ekki verður annað lesið í afgreiðslu málsins en að Framsóknarmenn í Skagafirði hafi uppi miklar efasemdir um efndir loforða formanns Framsóknarflokksins.

Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Það að senda málið til byggðarráðs hefur ekkert með afstöðu okkar að gera til aðgerða stjórnvalda til handa skuldsettum heimilum. Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra er að reyna að slá ryki í augun á fólki með þess háttar framsetningu. Við framsóknarmenn í Skagafirði bindum nú sem áður miklar vonir við fyrrgreindar aðgerðir.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson

7.Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. 2013

Málsnúmer 1301019Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Norðurár bs frá 21. mars og 4. júlí 2013 lagðar fram til kynningar á 305.fundi sveitarstjórnar.

8.Samb. ísl. sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013

Málsnúmer 1301013Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí 2013 lögð fram til kynningar á 305. fundi sveitarstjórnar.

9.Stjórnarfundir SSKS 2013

Málsnúmer 1308164Vakta málsnúmer

Fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19. ágúst 2013 lögð fram til kynningar á 305. fundi sveitarstjórnar.

10.Veitur - Fundargerðir 2013

Málsnúmer 1302060Vakta málsnúmer

Fundargerð Skagafjarðarveitna frá 9. sept 2013 lögð fram til kynningar á 305. fundi sveitarstjórnar.

10.1.Aðalfundarboð 2013

Málsnúmer 1308111Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.2.Aðalfundur Norðurár bs. 2013

Málsnúmer 1308215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.3.Nýting Gamla Barnaskólans við Freyjugötu

Málsnúmer 1308123Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.4.Lausar kennslustofur við Freyjugötu

Málsnúmer 1308218Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun:
Þar sem nú liggur fyrir verðmat á umræddum skólastofum í skýrslu frá Centra frá árinu 2012 er ekkert því til fyrirstöðu að ganga strax til viðræðna við Skotfélagið Ósmann um kaup á þeim. Yfirgnæfandi líkur eru á því að bætt félagsaðstaða komi til með að efla félagsstarf skotfélagsins.

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun.
Byggðarráð samþykkti að láta gera kostnaðarmat og auglýsa stofurnar til sölu að því loknu. Skotfélagið Ósmann er hvatt til að bjóða í umræddar stofur en gæta þarf að jafnræði íbúa sveitarfélagsins við útboð á eignum sveitarfélagsins.

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.5.Eyrarvegur 14 213-1397

Málsnúmer 1303261Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.6.Samþykktir - nýjar

Málsnúmer 1303082Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.7.Ketilás félagsheimili - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1308020Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.8.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.9.Miklihóll land 2 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1308144Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 634

Málsnúmer 1308009FVakta málsnúmer

Fundargerð 634. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 305. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.

11.1.Byggingarnefnd Árskóla - 14

Málsnúmer 1308003FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sat hjá.

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 635

Málsnúmer 1309005FVakta málsnúmer

Fundargerð 635. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 305. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson tóku til máls.

12.1.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1308262Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Samgöngumál

Málsnúmer 1304390Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.3.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Málsnúmer 1309096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.4.Sjávarútvegsfundur 2013

Málsnúmer 1309095Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun:
Einsleitt val á ræðumönnum á fyrirhugaðri ráðstefnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á fundi um fækkun starfa í sjávarbyggðum, ýtir vart undir það að umræðan á ráðstefnunni verði frjó og leiði til lausnar á þeim gríðarlega vanda sem kvótakerfið hefur leitt þjóðina í, en kerfið hefur leitt til aflasamdráttar og byggðaröskunar. Sömuleiðis virðist vera sem ætlunin sé að girða fyrir opna og gagnrýna umræðu um framsöguerindin á ráðstefnunni þar sem nokkrir aðilar hafa verið handvaldir til að tjá sig um erindi frummælenda.

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun:
Samþykkt var í sveitarstjórn að vera með í þessum samtökum sökum þess að staða sveitarfélagsins var metin sterkari innan samtakanna heldur en utan þeirra. Sjávarútvegsmál eru sveitarfélaginu mikilvæg og því eðlilegt að sveitarfélagið Skagafjörður sé meðlimur í samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.5.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 1309094Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.6.Fulltrúar Sv. Skagafjarðar á 21.ársþing SSNV 18.-19.okt. 2013

Málsnúmer 1309098Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 635. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:25.