Fara í efni

Styrkir til íþróttafélaga

Málsnúmer 1310119

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 200. fundur - 10.10.2013

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela forstöðumanni íþróttamála að kanna hvernig styrkir sem sveitarfélagið veitir til íþróttafélaganna nýtast í þágu barna og unglinga. Í því sambandi verði einnig greint hvernig styrkirnir í þágu stúlkna annars vegar og drengja hins vegar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 200. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 208. fundur - 03.06.2014

Vísað er í bókun félags- og tómstundanefndar frá 10. október 2013, þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum íþróttafélaga um hvernig styrkir sem sveitarfélagið veitir til þeirra nýtast í þágu barna og unglinga. Í því sambandi verði m.a. greint hvernig styrkir þessir nýtast í þágu stúlkna annars vegar og drengja hins vegar. Einungis hafa borist upplýsingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks þessu lútandi. Nefndin samþykkir að frá og með næsta ári verði styrkir til íþróttafélaganna háðir framlagningu skýrslu, þar sem ofangreind atriði koma fram. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna að gerð heildarsamnings um fjárhagsleg samskipti sveitarfélagsins og UMSS.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 208. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.