Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Þorsteinn mætti til fundar við afgreiðslu þriðja liðar. Herdís, Hanna Þrúður og Guðný yfirgáfu fund við afgreiðslu trúnaðarmála.
1.Styrkir til íþróttafélaga
Málsnúmer 1310119Vakta málsnúmer
Vísað er í bókun félags- og tómstundanefndar frá 10. október 2013, þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum íþróttafélaga um hvernig styrkir sem sveitarfélagið veitir til þeirra nýtast í þágu barna og unglinga. Í því sambandi verði m.a. greint hvernig styrkir þessir nýtast í þágu stúlkna annars vegar og drengja hins vegar. Einungis hafa borist upplýsingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks þessu lútandi. Nefndin samþykkir að frá og með næsta ári verði styrkir til íþróttafélaganna háðir framlagningu skýrslu, þar sem ofangreind atriði koma fram. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna að gerð heildarsamnings um fjárhagsleg samskipti sveitarfélagsins og UMSS.
2.Frístundastrætó Hofsós - Hólar sumarið 2014
Málsnúmer 1405204Vakta málsnúmer
Þátttaka barna á Hofsósi í Sumar-TÍM síðastliðin tvö sumur, 2012 og 2013, hefur ekki verið góð og til að mynda voru námskeiðin sem vera áttu síðasta sumar á Hofsósi felld niður vegna lítillar þátttöku. Því var ákveðið að þessu sinni, í samráði við Umf. Neista og Hjalta, að bjóða börnum frá Hofsósi að sækja leikjanámskeið á Hólum sem Umf. Hjalti hefur staðið fyrir síðustu sumur. Um er að ræða 7-9 börn á Hofsósi sem óskað hafa eftir að sækja námskeið í Sumar-TÍM.
Til að koma til móts við þessi börn samþykkir nefndin að boðið verði upp á akstur frá Hofsósi að Hólum þá daga sem námskeiðið stendur yfir, eða frá 2. júní ? 27. júní. Kostnaður vegna þessa aksturs, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, hljóðar uppá um það bil 300 þús. krónur og er lagt til þetta verði tekið af lið 443-6370-80 frístundastrætó.
Til að koma til móts við þessi börn samþykkir nefndin að boðið verði upp á akstur frá Hofsósi að Hólum þá daga sem námskeiðið stendur yfir, eða frá 2. júní ? 27. júní. Kostnaður vegna þessa aksturs, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, hljóðar uppá um það bil 300 þús. krónur og er lagt til þetta verði tekið af lið 443-6370-80 frístundastrætó.
3.Ósk um styrk til kaupa á dýnum fyrir júdódeild
Málsnúmer 1405205Vakta málsnúmer
Borist hefur beiðni nokkurra áhugasamra einstaklinga sem vildu hefja æfingar og þjálfun júdó á Sauðárkróki. Beiðnin hljóðaði uppá það að Sveitarfélagið Skagafjörður styrkti hópinn um helming þeirrar upphæðar sem dýnurnar kosta, eða um 600.000 krónur. Heildarverð þeirra er um 1.200.000.Ætlun deildarinnar er að halda úti öflugu barna- og unglingastarfi. Nefndin samþykkir að verða við þessari beiðni og deildin styrkt um kr. 600.000 sem tekið verði af lið 448-6390 ýmsir styrkir og framlög til æskulýðsmála.
4.Laun í vinnuskóla 2014
Málsnúmer 1403271Vakta málsnúmer
Ítrekað er að laun í vinnuskóla fyrir börn fædd 1998-2001, sem ákveðin voru á síðasta fundi nefndarinnar, eru með orlofi líkt og verið hefur undanfarin ár.
5.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
Lagðar fram umsagnir nefnda og tillögur íbúa frá atvinnulífssýningunni. Nefndin þakkar framkomnar ábendingar og hafði þær til hliðsjónar við umfjöllun málsins. Samþykkt að senda skjalið til afgreiðslu í sveitarstjórn.
6.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók
Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer
Lögð fram og afgreidd 5 erindi. Sjá trúnaðarbók
Fundi slitið - kl. 17:00.