Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

200. fundur 10. október 2013 kl. 13:00 - 14:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson sveitarstj.ftr.
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Dagskrá
Jón Daníel Jónsson, formaður UMSS og Ómar Bragi Stefánsson, fulltrúi UMFÍ, sátu fundinn undir lið 2.

1.Styrkir til íþróttafélaga

Málsnúmer 1310119Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela forstöðumanni íþróttamála að kanna hvernig styrkir sem sveitarfélagið veitir til íþróttafélaganna nýtast í þágu barna og unglinga. Í því sambandi verði einnig greint hvernig styrkirnir í þágu stúlkna annars vegar og drengja hins vegar.

2.Unglingalandsmót 2014

Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer

Til fundarins komu þeir Jón Daníel Jónsson, formaður UMSS og Ómar Bragi Stefánsson, fulltrúi UMFÍ og ræddu undirbúning að Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 2014. Nefndin samþykkti að Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri, taki þátt í starfi undirbúningsnefndar ásamt Ótthari Edvardssyni, forstöðumanni íþróttamála, fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 14:20.