Fara í efni

Úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá pláss á Birkilundi

Málsnúmer 1310191

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 640. fundur - 24.10.2013

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Leikskólans Birkilundar varðandi úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá inni fyrir börn sín í Leikskólanum Birkilundi. Stjórn foreldrafélags Leikskólans Birkilundar fer fram á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjái til þess og eigi frumkvæði að því að foreldrum barna, sem ekki fá inni á Birkilundi, verði boðið upp á vistunarúrræði fyrir börn sín þar til leikskólapláss losnar eða styrktir til að sjá um vistunarúrræði sjálfir. Gert verði ráð fyrir útgjöldum vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar vegna árins 2014. Stjórn foreldrafélagsins er reiðubúin til viðræðna um með hvaða hætti vistunarúrræðum verði best fyrir komið.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu og umsagnar í fræðslunefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 640. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 91. fundur - 13.11.2013

Erindi vísað frá byggðarráði 24.október s.l. Í erindinu fer foreldrafélag leikskólans Birkilundar þess á leit að sveitarfélagið bjóði foreldrum barna sem eru á biðlista við leikskólann vistunarúrræði fyrir börn sín þar til leikskólapláss losnar eða verði styrktir til að sjá um vistunarúrræði sjálfir.
Fræðslunefnd áréttar að verið er að vinna að varanlegri lausn á húsnæðismálum Birkilundar sbr. bókun hér að ofan og jafnframt er verið að leita leiða til að leysa vistunarmál á skólasvæði Birkilundar til skemmri tíma.
Fræðslunefnd mælir ekki með að veittir verði fjárstyrkir vegna annarra vistunarúrræða en dagmæðra og leikskóla.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 91. fundar fræðslunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.