Úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá pláss á Birkilundi
Málsnúmer 1310191
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 640. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 91. fundur - 13.11.2013
Erindi vísað frá byggðarráði 24.október s.l. Í erindinu fer foreldrafélag leikskólans Birkilundar þess á leit að sveitarfélagið bjóði foreldrum barna sem eru á biðlista við leikskólann vistunarúrræði fyrir börn sín þar til leikskólapláss losnar eða verði styrktir til að sjá um vistunarúrræði sjálfir.
Fræðslunefnd áréttar að verið er að vinna að varanlegri lausn á húsnæðismálum Birkilundar sbr. bókun hér að ofan og jafnframt er verið að leita leiða til að leysa vistunarmál á skólasvæði Birkilundar til skemmri tíma.
Fræðslunefnd mælir ekki með að veittir verði fjárstyrkir vegna annarra vistunarúrræða en dagmæðra og leikskóla.
Fræðslunefnd áréttar að verið er að vinna að varanlegri lausn á húsnæðismálum Birkilundar sbr. bókun hér að ofan og jafnframt er verið að leita leiða til að leysa vistunarmál á skólasvæði Birkilundar til skemmri tíma.
Fræðslunefnd mælir ekki með að veittir verði fjárstyrkir vegna annarra vistunarúrræða en dagmæðra og leikskóla.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013
Afgreiðsla 91. fundar fræðslunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu og umsagnar í fræðslunefnd.