Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014
Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer
Formaður kynnti ramma fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 04. Starfsmönnum falið að vinna áfram að tillögum að skiptingu á milli stofnana fræðslusviðs og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
2.Ársskýrslur leikskólanna 2012-2013
Málsnúmer 1309045Vakta málsnúmer
Ársskýrslur leikskólanna 2012-2013 lagðar fram til kynningar.
3.Birkilundur húsnæðismál
Málsnúmer 1310198Vakta málsnúmer
Biðlisti við Birkilund og möguleg úrræði í húsnæðismálum rædd. Fræðslunefnd tekur undir bókun fundargerðar samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps frá 14. ágúst s.l., þar sem ákveðið var að vinna áfram að hugmyndum um stækkun leikskólans með flutningi hans í húsnæði grunnskólans.
4.Úrræði til stuðnings foreldrum sem ekki fá pláss á Birkilundi
Málsnúmer 1310191Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá byggðarráði 24.október s.l. Í erindinu fer foreldrafélag leikskólans Birkilundar þess á leit að sveitarfélagið bjóði foreldrum barna sem eru á biðlista við leikskólann vistunarúrræði fyrir börn sín þar til leikskólapláss losnar eða verði styrktir til að sjá um vistunarúrræði sjálfir.
Fræðslunefnd áréttar að verið er að vinna að varanlegri lausn á húsnæðismálum Birkilundar sbr. bókun hér að ofan og jafnframt er verið að leita leiða til að leysa vistunarmál á skólasvæði Birkilundar til skemmri tíma.
Fræðslunefnd mælir ekki með að veittir verði fjárstyrkir vegna annarra vistunarúrræða en dagmæðra og leikskóla.
Fræðslunefnd áréttar að verið er að vinna að varanlegri lausn á húsnæðismálum Birkilundar sbr. bókun hér að ofan og jafnframt er verið að leita leiða til að leysa vistunarmál á skólasvæði Birkilundar til skemmri tíma.
Fræðslunefnd mælir ekki með að veittir verði fjárstyrkir vegna annarra vistunarúrræða en dagmæðra og leikskóla.
5.Birkilundur - skýrsla hávaðamæling
Málsnúmer 1311046Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla Vinnueftirlitsins um hávaðamælingu í leikskólanum Birkilundi. Mælingin sýnir að hávaði er innan skilgreindra marka eftrilitsins.
6.Sumarlokun Tröllarborgar 2013
Málsnúmer 1306245Vakta málsnúmer
Áður á dagskrá fræðslunefndar þann 4. júlí s.l. Erindi frá tveimur foreldrum við leikskólann Tröllaborg á Hólum þar sem mótmælt er 6 vikna lokun skólans yfir sumartímann og því beint til fræðslunefndar að skoðað verði hvort hægt sé að opna fyrr í ágúst en verið hefur undanfarin ár. Fræðslunefnd vísar erindinu til næsta liðar á dagksrá fundarins sem er sumarlokanir leikskóla í Skagafirði 2014.
7.Sumarlokanir leikskóla 2014
Málsnúmer 1310195Vakta málsnúmer
Rætt um lokanir leikskóla vegna sumarleyfa 2014. Sviðsstjóri upplýsti að leikskólarnir væru að gera könnun á óskum foreldra vegna sumarleyfa. Niðurstöður kannana og kostnaðarútreikningar lagðir fyrir næsta fund.
8.Könnun um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum
Málsnúmer 1310055Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar könnun um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum sem Capacent vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti í maí 2013.
9.Reglur um skólaakstur í dreifbýli
Málsnúmer 1311053Vakta málsnúmer
Rætt um óskir sem borist hafa um akstur heim að einstaka bæjum í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ekki þykir ástæða til að breyta reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn í júní s.l. um akstur heim að bæjum. Fræðslunefnd samþykkir hins vegar að fela sviðsstjóra að meta umsóknir um slíkt með tilliti til aðstæðna s.s. aldurs barna og taka ákvörðun um hvort heimila skuli akstur umfram það sem reglurnar kveða á um. Sviðsstjóri gerir fræðslunefnd grein fyrir ákvörðun sinni.
10.Vígsla nýbyggingar Árskóla
Málsnúmer 1311056Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd fagnar langþráðum áfanga í byggingu Árskóla. Loksins er hægt að sameina skólahald grunnskóla á einum stað á Sauðárkróki og ljúka raunverulegri sameiningu Barnaskólans og Gagnfræðaskólans í Árskóla árið 1998. Nefndin þakkar þann samhug sem ríkt hefur um bygginguna og óskar öllum viðkomandi til hamingju með áfangann.
Fundi slitið - kl. 17:10.