Þriggja ára áætlun 2015-2017
Málsnúmer 1310236
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Forseti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað til 23. liðar á dagskrá fundarins, Þriggja ára áætlun 2015-2017. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Ásta Björg Pálmdóttir tók til máls. Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2015-2017 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi samstæðunnar árið 2015 samtals 63.805 þús króna, árið 2016 samtals 48.903 þús króna og árið 2017 samtals 38.567 þús króna.
Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 646. fundur - 09.12.2013
Lögð fram drög að þriggja ára áætlun 2015-2017 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þriggja ára áætlun 2015-2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þriggja ára áætlun 2015-2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013
Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 24. liðar á dagskrá fundarins, Þriggja ára áætlun 2015-2017. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, skýrði þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2015-2017.
Þriggja ára áætlun borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.
Þriggja ára áætlun borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að þriggja ára fjárhagsáætlun 2015-2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.