Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

646. fundur 09. desember 2013 kl. 09:00 - 10:47 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt að taka á dagskrá mál 1312109 og 1311335 með afbrigðum.

1.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlíð.
Ræddar voru beytingar á gjaldskrá 2014 fyrir sorphirðu og -urðun.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og -urðun fyrir árið 2014:

Sorphirðugjald fyrir íbúðarhúsnæði í þéttbýli 17.000 kr.
Sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði í þéttbýli 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald þar sem sorp er sett í safngáma:
Sorpeyðingargjald - bújarðir/býli með atv.starfsemi 45.000 kr./býli
Sorpeyðingargjald - íbúðarhúsnæði í dreifbýli 15.000 kr./íbúð
Sorpeyðingargjald - sumarbústaðir 15.000 kr./hús
Sorpeyðingargjald - gripahús á skipulögðum svæðum 4.000 kr./séreign

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð beinir því til umhverfis- og samgöngunefndar að fara í heildarendurskoðun á sorpmálum í Sveitarfélaginu Skagafirði, strax í janúar 2014.

2.Fornleifadeild - færsla í B hluta

Málsnúmer 1312058Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að sá rekstrarhluti fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, sem snýr að samkeppnisverkefnum sé færður yfir í Tímatákn ehf. 1. janúar 2014.

3.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 1312066Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 3. desember 2013, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu hvort það vilji nýta sér forkaupsrétt sinn á hlutafé í félaginu, sem tilboð hefur borist í.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf.

Málsnúmer 1312109Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 - fjárfestingu í málaflokki 29, vegna kaupa á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf. að upphæð 2.110.666 kr. Fjármögnuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

5.Kaup á hlutabréfum í Landskerfi bókasafna hf.

Málsnúmer 1312085Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kaupa hlutafé í Landskerfi bókasafna hf. að upphæð 2.110.666 kr.

6.Ósk um kaup á landi Kolkuóss

Málsnúmer 1311296Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kolkuósi ses., dagsett 29. október 2013, þar sem borin er fram ósk um kaup á landi Kolkuóss, þ.e. þeim hluta jarðarinnar sem fellur undir núgildandi leigusamning frá 7. júní 2003.
Byggðarráð samþykkir að fá Stefán Ólafsson hrl. á fund til viðræðu um eignarhald landsins áður en erindinu verður svarað.

7.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - upplýsingaöflun

Málsnúmer 1310265Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 641. fundi byggðarráðs. Lögð fram drög að svarbréfi sveitarstjóra til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við bréf sveitarstjóra.

8.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1311335Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarveitur.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu máls 1307162 á fundinum.

9.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar fjárhagsáætlun 2014 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Þriggja ára áætlun 2015-2017

Málsnúmer 1310236Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun 2015-2017 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þriggja ára áætlun 2015-2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:47.