Bifröst - samningur um rekstur
Málsnúmer 1310252
Vakta málsnúmerMenningar- og kynningarnefnd - 67. fundur - 23.10.2013
Menningar- og kynningarnefnd hefur móttekið erindi frá Króksbíó ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um rekstur á félagsheimilinu Bifröst. Nefndin felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að nýjum samningi við Króksbíó ehf.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 67. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 3. fundur - 20.12.2013
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Króksbíós um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014
Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.