Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

3. fundur 20. desember 2013 kl. 10:00 - 11:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Ingvar Björn Ingimundarson var viðstaddur fundinn í gegnum síma.

1.Rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi

Málsnúmer 1312238Vakta málsnúmer

Rekstraraðilar tjaldsvæðanna í Varmahlíð, á Sauðárkróki og Hofsósi kynntu rekstur og aðsókn svæðanna á árinu 2013 og horfur fyrir næsta ár. Nefndin þakkar fyrir komuna og lýsir yfir ánægju sinni með hve vel hefur tekist til við uppbyggingu, rekstur og utanumhald svæðanna.

2.Ósk um framlengingu á samningi um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 1306018Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum um rekstur á félagsheimilinu Ketilási.

3.Bifröst - samningur um rekstur

Málsnúmer 1310252Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Króksbíós um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.

4.Miðlun tækni- og nýsköpunar

Málsnúmer 1312240Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að leggja allt að kr. 1.000.000,- af málaflokki 13090 til mögulegs samstarfsverkefnis með m.a. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hátæknisetri Íslands o.fl. um nýjar leiðir við miðlun efnis í uppbyggingu náms á framhalds- og háskólastigi í tæknigreinum.

5.Vísanir í skagfirska listamenn

Málsnúmer 1312241Vakta málsnúmer

Nefndin felur starfsmanni að vinna frekar að kostnaðaráætlun vegna útfærslu og uppsetningu skilta til kynningar á skagfirskum listamönnum.

Fundi slitið - kl. 11:52.