Fara í efni

Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1310303

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 641. fundur - 31.10.2013

Lögð fram umsókn dagsett 25. október 2013 frá Skátafélaginu Eilífsbúum, um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum félagsins, skátaskála í landi Brekku (214-0395) og félagsheimili við Borgartún 2 (213-1328) á Sauðárkróki, vegna áranna 2011-2013. Vísað er til 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti áranna 2011-2013 á ofangreindar fasteignir skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Samtals 195.712 kr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 641. fundar byggðaráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.