Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Smábátahöfn - flotbryggjur
Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer
2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - upplýsingaöflun
Málsnúmer 1310265Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 23. október 2013 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Annars vegar er greint frá fjárhagslegum viðmiðum EFS, sem nefndin hefur til hliðsjónar vegnar yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar að óska eftir upplýsingum frá öllum sveitarstjórnum með hvaða hætti þær hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera drög að greinargerð til eftirlitsnefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera drög að greinargerð til eftirlitsnefndarinnar.
3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - íþróttamál, skíðasvæði.
Málsnúmer 1310316Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að upphæð 3.000.000 kr. til gjalda vegna málaflokks 06650 Skíðasvæði. Fjármögnuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 á málaflokk 06650 Skíðasvæði að upphæð 3.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 á málaflokk 06650 Skíðasvæði að upphæð 3.000.000 kr.
4.Samningur um rekstur skíðasvæðis
Málsnúmer 1310268Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 201. fundi félags- og tómstundanefndar, sem bókaði svohljóðandi: "Formaður kynnti drög að nýjum rekstrarsamningi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Nefndin samþykkir að leggja til orðalagsbreytingu í 4. grein á þann veg að á eftir orðinu upphæð komi ,,allt að" krónur 1.600.000. Félags- og tómstundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs".
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning, með ofangreindum breytingum á 4. grein, um skíðasvæði í Tindastóli sem gildir til ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning, með ofangreindum breytingum á 4. grein, um skíðasvæði í Tindastóli sem gildir til ársins 2023.
5.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1310303Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn dagsett 25. október 2013 frá Skátafélaginu Eilífsbúum, um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum félagsins, skátaskála í landi Brekku (214-0395) og félagsheimili við Borgartún 2 (213-1328) á Sauðárkróki, vegna áranna 2011-2013. Vísað er til 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti áranna 2011-2013 á ofangreindar fasteignir skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Samtals 195.712 kr.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti áranna 2011-2013 á ofangreindar fasteignir skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts. Samtals 195.712 kr.
6.Rekstrarupplýsingar 2013
Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-september 2013.
7.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerð 7. fundar stjórnar
Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. september 2013.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Byggðarráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd og hún verði sett á framkvæmdaáætlun ársins 2014, að því gefnu að endanleg útfærsla frá Seaflex gefi góðar líkur á árangri. Þær niðurstöður eru væntanlegar á næstu vikum.