Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1311013
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 249. fundur - 06.11.2013
Kynnt bréf dagsett 30.10.2013 frá Mannvirkjastofnun til sveitarstjórnar og varðar gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Með því vill Mannvirkjastofnun vekja athygli sveitarstjórna á ákvæði í Mannvirkjalögum 160/2010 um faggildingu eftirlitsaðila í byggingariðnaði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013
Afgreiðsla 249. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 137. fundur - 07.01.2014
Umræður um gæðastjórnunarkerfi byggingafulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd - 266. fundur - 08.12.2014
Samkvæmt lögum um mannvirki 160/2010 skulu byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðstjórnunarkerfi sem hljóta þarf faggilta vottun. Einar Andri Gíslason sat fund nefndarinnar undir þessum lið og fór yfir gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa Skagafjarðar.Gæðakerfið er nú tilbúið og verður sent Mannvirkjastofnun til úttektar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014
Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.