Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Eyrarvegur 21 - Umsókn um uppsetningu skilta.
Málsnúmer 1411242Vakta málsnúmer
Magnús E. Svavarsson framkvæmdastjóri Vörumiðlunar sækir f.h Vörumiðlunar um leyfi til að merkja hús Vörumiðlunar við Eyrarveg með stafaskilti 4 x 1,28 m eins og fram kemur á meðfylgjandi gögnum. Þá er sótt um að merkja aðkomu að húsnæðinu með skilti vestan Eyrarvegar og sunnan innkeyrslu á lóðina. Umsagnar var leitað hjá Vegagerðinni og hjá sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt, en umsækjendum gert að hafa samráð við framkvæmda- og veitusvið vegna staðsetningarinnar.
2.Lækjarbakki 3 (146260) - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 1411241Vakta málsnúmer
Finnur Sigurðsson Lækjarbakka 3 Steinstaðahverfi sækir um 12 mánaða stöðuleyfi fyrir aðstöðugámi á lóðinni Lækjarbakki 3. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 12 mánaða
3.Helluland 146382 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1411179Vakta málsnúmer
Þórunn Ólafsdóttir kt. 191033-3969 þinglýstur eigandi Hellulands í Hegranesi í Skagafirði, landnr. 146382, sæki hér með heimild til að skipta 59.444 m2 landspildu úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7729, dags. 13. nóvember 2014.
Jafnframt er óskað eftir því að hin útskipta spilda verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Hellulandi, landnr. 146382. Erindið samþykkt eins og það er lagt fyrir.
Jafnframt er óskað eftir því að hin útskipta spilda verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Hellulandi, landnr. 146382. Erindið samþykkt eins og það er lagt fyrir.
4.Sleitustaðavirkjun 146492 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka.
Málsnúmer 1412037Vakta málsnúmer
Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 sækir fh. Sleitustaðavirkjunar, kt. 711088-1489 um staðfestingu á lóðarmörkum lóðarinnar Sleitustaðavirkjun landnúmer146492. Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gera grein fyrir afmörkun lóðarinnar. Uppdrættir er gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S100 og S101 í verki nr. 7127 og 71271, dagsettir 10. nóvember 2014. Á lóðinni stendur spennistöðvarhús með matsnúmer 214-2969. Óskað er eftir að lóðin verði nefnd Sleitustaðavirkjun spennistöð. Einnig skrifar Þorvaldur Óskarsson ásamt Sigurði Sigurðssyni kt. 220361-5359 undir erindið og lýsa þar yfir samþykki lóðarmarkanna sem eigendur Sleitustaða landnúmer 146487 og lóðar spennistöðvarinnar með landnúmerið 146492. Erindið samþykkt.
5.Smáragrund 1 146494 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1412038Vakta málsnúmer
Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 eigandi jarðarinnar Smáragrund 1, landnrnúmer 146494 sækir um leyfi til þess að:
a) Skipta út úr jörðinni 1050,0m² lóð fyrir stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar. Á lóðinni stendur stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar með fastanúmerið 214-2968.
b) Skipta út úr jörðinni 905,0m² lóð, landinu Smáragrund landi 2. Á lóðinni stendur íbúðarhús með fastanúmer 214-2973. Samkvæmt þinglýstum samningi frá 21.4.1958 tilheyrir húseignin ásamt lóðarréttindum nýbýlinu Smáragrund 1, landnúmer 146494.
Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gera grein fyrir afmörkun lóðanna. Uppdrættir er gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S100, S01 og S102 í verki nr. 7127 og 71272, dagsettir 10. nóvember 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
a) Skipta út úr jörðinni 1050,0m² lóð fyrir stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar. Á lóðinni stendur stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar með fastanúmerið 214-2968.
b) Skipta út úr jörðinni 905,0m² lóð, landinu Smáragrund landi 2. Á lóðinni stendur íbúðarhús með fastanúmer 214-2973. Samkvæmt þinglýstum samningi frá 21.4.1958 tilheyrir húseignin ásamt lóðarréttindum nýbýlinu Smáragrund 1, landnúmer 146494.
Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gera grein fyrir afmörkun lóðanna. Uppdrættir er gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S100, S01 og S102 í verki nr. 7127 og 71272, dagsettir 10. nóvember 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
6.Varmahlíð 146131 - Fyrirspurn vegna áforma um viðbyggingu við Hótel Varmahlíð
Málsnúmer 1412052Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf, sem á og rekur Hótel Varmahlíð, leggur fyrir skipulags- og byggingarnefnd eftirfarandi uppbyggingaráform varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar. A) rífa gamla viðbyggingu norðan núverandi matsalar og byggja þar herbergisálmu á tveim hæðum. B) byggja nýjan veitingastað til suðurs og breyta núverandi matsal C) byggja hæð ofan á álmuna þar sem matsalurinn er í dag. Meðfylgjandi erindinu er skýringaruppdráttur með afstöðumynd sem gerir grein fyrir þessum áformum gerður af Björgvin Helgasyni arkitekt hjá Apparat ehf arkitektastofu Ármúla 24 Reykjavík. Gögn móttekin hjá byggingarfulltrúa 4 desember sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkti að taka lóðina til skipulagslegrar meðferðar. Erindið sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar.
7.Byggingarfulltrúi - Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1311013Vakta málsnúmer
Samkvæmt lögum um mannvirki 160/2010 skulu byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðstjórnunarkerfi sem hljóta þarf faggilta vottun. Einar Andri Gíslason sat fund nefndarinnar undir þessum lið og fór yfir gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa Skagafjarðar.Gæðakerfið er nú tilbúið og verður sent Mannvirkjastofnun til úttektar.
8.Faxatorg 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1411240Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 3 desember merkingar á húseignina Faxatorg 1 Sauðárkróki samkvæmt framlögðum gögnum frá Guðmundi Þór Guðmundssyni fh eignasjóðs
9.Furuhlíð 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1411210Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Bjarka E. Tryggvasonar kt. 030851-4559, Rúnars M. Grétarssonar kt. 2312725189 og Ástu M. Benediktsdóttur kt. 2602763879 dagsett 21. nóvember 2014. Umsókn um leyfi til að breyta útliti fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 8 við Furuhlíð, landnr 143380. Einnig er sótt um leyfi til að breyta innangerð hússins. Byggingarleyfi veitt 25. nóvember 2014.
10.Reykjarhóll 146878 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1411239Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar: Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sjafnar Guðmundsdóttur kt. 170955-3829 og Jóns Sigmundssonar kt. 120361-3179, fyrir hönd Reykjarhóls ehf kt. 561014-0350. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Reykjahól á Bökkum, 570 Fljót. Gististaður flokkur III, íbúð. Ekki gerð athugasemd við umsóknina.
11.Tumabrekka 146597 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1411238Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar: Eirindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hartmanns Ásgríms Halldórssonar kt. 010357-4979 um rekstarleyfi fyrir Tumabrekku landnr. 146597,fastanúmer 214 3523, 566 Hofsós. Gististaður flokkur I, íbúðir. Ekki gerð athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 10:45.