Fara í efni

Reglur um skólaakstur í dreifbýli

Málsnúmer 1311053

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 91. fundur - 13.11.2013

Rætt um óskir sem borist hafa um akstur heim að einstaka bæjum í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ekki þykir ástæða til að breyta reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn í júní s.l. um akstur heim að bæjum. Fræðslunefnd samþykkir hins vegar að fela sviðsstjóra að meta umsóknir um slíkt með tilliti til aðstæðna s.s. aldurs barna og taka ákvörðun um hvort heimila skuli akstur umfram það sem reglurnar kveða á um. Sviðsstjóri gerir fræðslunefnd grein fyrir ákvörðun sinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 91. fundar fræðslunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.