Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)
Málsnúmer 1311264
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013
Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fulltrúi samfylkingar, Guðrún Helgadóttir, óskar bókað að hún styður ekki brottfellingu laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Endurskoðun laga um náttúruvernd er löngu tímabær enda eru umhverfis- og náttúruverndarmál eitt stærsta úrlausnarefni stjórnmálanna í dag. Þingmenn og ráðherrar hljóta að geta lagt til frumvarp til breytinga á lögunum fremur en að hverfa aftur til ársins 1999 með þessa mikilvægu löggjöf.
Fulltrúi framsóknarflokks, Sigríður Magnúsdóttir, óskar bókað að hún tekur undir athugasemdir sem koma fram við lög um brotfall laga um náttúruvernd. Allar athugasemdir sem gerðar hafa verið á frumvarpi á lögum nr. 60/2013 gefa tilefni til endurskoðunar en ljóst er að sú vinna yrði tímafrek þar sem um afar flókinn og viðamikinn lagabálk er að ræða. Ánægjulegt er að gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp muni samt sem áður að einhverju leyti byggja á þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið.