Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

91. fundur 03. desember 2013 kl. 16:00 - 18:31 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri sat 1. lið fundar.
Ingvar Páll Ingvarsson, verkefnastjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat 1. til 5. lið fundar.

1.Fjárhagsáætlun - brunavarnir 2014

Málsnúmer 1311272Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri fór yfir tækjakost slökkviliðs og lagði fram áætlun um kaup á nýjum slökkvi- og dælubíl. Áætlaður kostnaður er um 60 milljónir sem hægt væri að dreifa á 3 ár, 2014-2016. Nefndin mælir með kaupum á nýjum slökkvi- og dælubíl.
Fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar ásamt minnisblaði lögð fram til kynningar. Fjárhagsáætlun staðfest að hálfu nefndarinnar og vísað til Byggðaráðs.

2.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Ræddar voru mögulegar breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu.
Lagt til að hækka gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir íbúðarhúsnæði í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.
Lagt til að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir býli með búrekstur vegna förgunar búfjár. Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að útfærslu fyrir næsta fund.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - 08 Hreinlætismál

Málsnúmer 1312059Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - Hreinlætismál lögð fram til staðfestingar. Fjárhagsáætlunin staðfest að hálfu nefndarinnar með áætluðum breytingum og vísað til Byggðaráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - 10 Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1312060Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 10 - Umferðar- og samgöngumál lögð fram til staðfestingar. Fjárhagsáætlunin samþykkt og vísað til Byggðaráðs.

5.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Ræddar voru breytingar á tæmingargjaldi fyrir rotþrær. Í dag er gjaldið innheimt sem árgjald sem greiðist ár hvert og tæmingargjald sem greiðist eftir tæmingu á rotþró á 3ja ára fresti.
Lagt er til að breyta gjaldskrá vegna fráveitu. Árgjald verði fellt niður og eingöngu greitt tæmingargjald vegna rotþróa.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)

Málsnúmer 1311264Vakta málsnúmer

Óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Fulltrúi samfylkingar, Guðrún Helgadóttir, óskar bókað að hún styður ekki brottfellingu laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Endurskoðun laga um náttúruvernd er löngu tímabær enda eru umhverfis- og náttúruverndarmál eitt stærsta úrlausnarefni stjórnmálanna í dag. Þingmenn og ráðherrar hljóta að geta lagt til frumvarp til breytinga á lögunum fremur en að hverfa aftur til ársins 1999 með þessa mikilvægu löggjöf.

Fulltrúi framsóknarflokks, Sigríður Magnúsdóttir, óskar bókað að hún tekur undir athugasemdir sem koma fram við lög um brotfall laga um náttúruvernd. Allar athugasemdir sem gerðar hafa verið á frumvarpi á lögum nr. 60/2013 gefa tilefni til endurskoðunar en ljóst er að sú vinna yrði tímafrek þar sem um afar flókinn og viðamikinn lagabálk er að ræða. Ánægjulegt er að gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp muni samt sem áður að einhverju leyti byggja á þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið.

7.Umferðarátak FÍB - gangbraut, já takk

Málsnúmer 1311068Vakta málsnúmer

Umferðarátak FÍB, gangbraut, já takk, lagt fram til kynningar.
Nefndin þakkar FÍB fyrir framtakið og mun hafa tillögurnar til hliðsjónar í vinnu sinni.

8.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði lagt fram til kynningar.

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein.
Með leyfi öðlast búfjáreigendur þó rétt til upprekstrar sauðfjár og hrossa á afréttir í sveitarfélaginu.

Nefndin beinir því til landbúnaðarnefndar að verklagsreglur verði unnar um framkvæmd samþykktar.

Fundi slitið - kl. 18:31.