Fara í efni

Fjárhagsáætlun - brunavarnir 2014

Málsnúmer 1311272

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 91. fundur - 03.12.2013

Slökkviliðsstjóri fór yfir tækjakost slökkviliðs og lagði fram áætlun um kaup á nýjum slökkvi- og dælubíl. Áætlaður kostnaður er um 60 milljónir sem hægt væri að dreifa á 3 ár, 2014-2016. Nefndin mælir með kaupum á nýjum slökkvi- og dælubíl.
Fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar ásamt minnisblaði lögð fram til kynningar. Fjárhagsáætlun staðfest að hálfu nefndarinnar og vísað til Byggðaráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Afgreiðsla 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.