Fara í efni

Tillaga um breytingu á reglum um húsnæðismál

Málsnúmer 1312061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 647. fundur - 09.01.2014

Lögð fram tillaga um breytingu á 4. grein reglna sveitarfélagsins um húsnæðismál og upphæðir hámarksleigu. Um er að ræða breytingu á dagsetningu á uppreikningi húsaleigu þannig að öll leiga taki breytingum 1. janúar ár hvert og haldist óbreytt út árið.

4. grein verði svo:
"Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 950 kr./m2 miðað við 1. apríl 2012.
Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 760 kr./m2.
Hámarksleiga skal endurskoðuð árlega í desember og taka breytingar gildi 1. janúar árið eftir.
Leiguverð tekur verðlagsbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. janúar ár hvert og helst óbreytt út árið. Grunnvísitala er 391,0.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs. Hámarksleiga almennrar leigu verði 119.900 kr. og hámarksleiga félagslegrar leigu verði 95.900 kr."

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Óneitanlega skýtur það skökku við að Framsóknarmenn í Skagafirði skulu leggja hér til áframhaldandi verðtryggingu, sem mun leiða af sér sjálfvirka hækkun á húsaleigu fyrir þá íbúa sem leigja félagslegar íbúðir sveitarfélagsins, á sama tíma og ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins vinnur að því að afnema verðtryggingu! Eðlilegra væri að draga úr vægi verðtryggingarinnar og aftengja sjálfvirkar hækkanir í gjaldskrám sveitarfélagsins.

Byggðarráð bókar:
Um er að ræða einföldun á þeim reglum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu til hægðarauka fyrir leigusala og leigutaka. Mun einföldunin hafa óveruleg áhrif á leigutaka. Í þeim reglum sem fyrir eru og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra samþykkti í sveitarstjórn, er vísitölutenging svo það er engin nýjung í reglunum.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar tillögu þá sem lögð var fram á 647. fundi byggðarráðs, svohljóðandi.

Um er að ræða einföldun á þeim reglum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu til hægðarauka fyrir leigusala og leigutaka. Mun einföldunin hafa óveruleg áhrif á leigutaka. Í þeim reglum sem fyrir eru og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra samþykkti í sveitarstjórn, er vísitölutenging svo það er engin nýjung í reglunum.

Undir hana rita: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir.

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.