Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt að taka á dagskrá mál 1309361 og 1301008 með afbrigðum.
1.Styrkbeiðni - endurnýjun á sáluhliði
Málsnúmer 1312252Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá gjaldkera Reynistaðakirkju, dagsett 15. desember 2013, þar sem óskað er eftir framlagi frá sveitarfélaginu vegna efniskostnaðar við endurgerð á sáluhliði Reynistaðarkirkjugarðs, sbr. lögum um kirkjugarða nr. 36/1993. Samtals 75.667 kr.
Byggðarráð samþykkir að greiða framlagðan efniskostnað af fjárheimildum málaflokks 11890.
Byggðarráð samþykkir að greiða framlagðan efniskostnað af fjárheimildum málaflokks 11890.
2.Tillaga um breytingu á reglum um húsnæðismál
Málsnúmer 1312061Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á 4. grein reglna sveitarfélagsins um húsnæðismál og upphæðir hámarksleigu. Um er að ræða breytingu á dagsetningu á uppreikningi húsaleigu þannig að öll leiga taki breytingum 1. janúar ár hvert og haldist óbreytt út árið.
4. grein verði svo:
"Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 950 kr./m2 miðað við 1. apríl 2012.
Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 760 kr./m2.
Hámarksleiga skal endurskoðuð árlega í desember og taka breytingar gildi 1. janúar árið eftir.
Leiguverð tekur verðlagsbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. janúar ár hvert og helst óbreytt út árið. Grunnvísitala er 391,0.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs. Hámarksleiga almennrar leigu verði 119.900 kr. og hámarksleiga félagslegrar leigu verði 95.900 kr."
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Óneitanlega skýtur það skökku við að Framsóknarmenn í Skagafirði skulu leggja hér til áframhaldandi verðtryggingu, sem mun leiða af sér sjálfvirka hækkun á húsaleigu fyrir þá íbúa sem leigja félagslegar íbúðir sveitarfélagsins, á sama tíma og ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins vinnur að því að afnema verðtryggingu! Eðlilegra væri að draga úr vægi verðtryggingarinnar og aftengja sjálfvirkar hækkanir í gjaldskrám sveitarfélagsins.
Byggðarráð bókar:
Um er að ræða einföldun á þeim reglum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu til hægðarauka fyrir leigusala og leigutaka. Mun einföldunin hafa óveruleg áhrif á leigutaka. Í þeim reglum sem fyrir eru og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra samþykkti í sveitarstjórn, er vísitölutenging svo það er engin nýjung í reglunum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
4. grein verði svo:
"Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 950 kr./m2 miðað við 1. apríl 2012.
Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 760 kr./m2.
Hámarksleiga skal endurskoðuð árlega í desember og taka breytingar gildi 1. janúar árið eftir.
Leiguverð tekur verðlagsbreytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar 1. janúar ár hvert og helst óbreytt út árið. Grunnvísitala er 391,0.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs. Hámarksleiga almennrar leigu verði 119.900 kr. og hámarksleiga félagslegrar leigu verði 95.900 kr."
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Óneitanlega skýtur það skökku við að Framsóknarmenn í Skagafirði skulu leggja hér til áframhaldandi verðtryggingu, sem mun leiða af sér sjálfvirka hækkun á húsaleigu fyrir þá íbúa sem leigja félagslegar íbúðir sveitarfélagsins, á sama tíma og ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins vinnur að því að afnema verðtryggingu! Eðlilegra væri að draga úr vægi verðtryggingarinnar og aftengja sjálfvirkar hækkanir í gjaldskrám sveitarfélagsins.
Byggðarráð bókar:
Um er að ræða einföldun á þeim reglum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu til hægðarauka fyrir leigusala og leigutaka. Mun einföldunin hafa óveruleg áhrif á leigutaka. Í þeim reglum sem fyrir eru og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra samþykkti í sveitarstjórn, er vísitölutenging svo það er engin nýjung í reglunum.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
3.Erindi fyrir byggðaráð
Málsnúmer 1401006Vakta málsnúmer
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðarráð óskar eftir viðræðum við forráðamenn Öldunnar - stéttarfélags og FISK seafood ehf. til þess að fá upplýsingar um hvaða ástæður liggja að baki fjöldauppsögnum sjómanna á togaranum Örvari SK-2 og áhrif boðaðra breytinga á útgerð á launagreiðslur til sjómanna og almenns fiskverkafólks."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að hafa samband við viðkomandi.
"Byggðarráð óskar eftir viðræðum við forráðamenn Öldunnar - stéttarfélags og FISK seafood ehf. til þess að fá upplýsingar um hvaða ástæður liggja að baki fjöldauppsögnum sjómanna á togaranum Örvari SK-2 og áhrif boðaðra breytinga á útgerð á launagreiðslur til sjómanna og almenns fiskverkafólks."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að hafa samband við viðkomandi.
4.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma
Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á heilbrigðisráðherra að svara erindi er sveitarfélagið sendi ráðherra þann 11. október 2013 vegna fyrirhugaðra sameininga heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og ósk sveitarstjórnar um viðræður um yfirtöku Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki. Byggðarráð ítrekar andstöðu sína við fyrirhugaðar sameiningar og hvetur ráðherra til samráðs við hlutaðeigandi.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi áður en mál 1301008 var rætt og Bjarni Jónsson tók við fundarstjórn.
5.Sýslumannsembættið á Sauðárkróki
Málsnúmer 1301008Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess að starfandi séu sjálfstæð sýslumanns- og lögreglustjóraembætti á Norðurlandi vestra eins og gert er ráð fyrir í framlögðum frumvörpum á Alþingi. Hins vegar á meðan ekki hefur verið gengið frá lagabreytingum sem fela í sér breytingu á skipan þessara embætta, eða þær tekið gildi, er eðlilegt að starfað sé eftir gildandi lögum og skipaður tímabundið sýslumaður með aðsetur á Sauðárkróki. Þannig verði sýslumenn með aðsetur bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki uns annað liggur fyrir.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir fækkun starfa á svæðinu og bendir á að hér sé hægt að sinna fleiri verkefnum og efla starfstöðvarnar.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir fækkun starfa á svæðinu og bendir á að hér sé hægt að sinna fleiri verkefnum og efla starfstöðvarnar.
Stefán Vagn Stefánsson kom aftur inn á fundinn og tók við fundarstjórn.
6.Rekstrarupplýsingar 2013
Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir mánuðina janúar - nóvember 2013.
Fundi slitið - kl. 11:24.