Álftagerði 2 lóð (221964) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1312104
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 251. fundur - 09.12.2013
Regína Jóhannesdóttir kt. 051037-6699 þinglýstur eigandi jarðarinnar Álftagerðis II í Skagafirði, landnúmer 146015, sækir um heimild til að stofna lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7381-2, dags. 4. desember 2013. Lóðin eins og hún er sýnd á uppdrættinum er í samræmi við þinglýsta skiptagerð milli jarðanna Álftagerðis I og Álftagerðis II, dags. 2. jan. 1996. Íbúðarhús með fastanúmerið 214-0367 mun tilheyra lóðinni. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Álftagerði II, landnúmer 146015. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013
Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.