Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Verkís hf., Jóhannesi Ófeigssyni, fh Íslandsvirkjunar ehf um að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun við Sauðárkrók. Fram kemur í erindinu að Íslandsvirkjun, sem er í eigu Auðuns S. Guðmundssonar og Péturs Bjarnasonar, hefur verið í viðræðum við RARIK ohf um þessa framkvæmd bæði varðandi afnot af stíflunni og vegna vatnsréttinda. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að vinna þarf breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar vegna þessa. Í fyrirliggjandi erindi er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um málið. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verið í viðræður við umsækjendur og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
2.Tröð 145932 - Umsókn um staðfestingu landamerkja
Málsnúmer 1311265Vakta málsnúmer
Gestur Þorsteinsson kt. 060945-3499 eigandi jarðarinnar Traðar í Skagafirði, landnúmer 145932, óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsinns Skagafjarðar á merkjum jarðarinnar. Merkin eru sýnd á framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7057-2 og er hann dagsettur 29. ágúst 2013. Einnig meðfylgjandi yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki Traðar og aðliggjandi jarða dagsett 30. október 2013, undirrituð af hlutaðeigandi. Erindið samþykkt.
3.Fagranes lóð 2(220477) - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 1312031Vakta málsnúmer
Umsókn um nafnleyfi. Brynjólfur Þór Jónsson kt. 160378-5579 þinglýstur eigandi að landinu Fagranes lóð 2 landnúmer 220477 á Reykjaströnd í Skagafirði óskar heimildar skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna landið Fagraberg. Erindið samþykkt.
4.Áshildarholt norður (221962) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1312098Vakta málsnúmer
Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579 og Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja um heimild til skipta jörðinni í tvo hluta. (Áshildarholt norður). Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir fyrirhugaðri skiptingu jarðarinnar. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7136-4 og er hann dagsettur 3. desember 2013. Lögbýlaréttur mun tilheyra landnúmerinu (145917) sem er syðri hluta jarðarinnar. Útihús með fastanúmer 213-9753 og íbúðarhús með fastanúmer 213-9764 munu auk þess tilheyra þeim hluta jarðarinnar. Fram kemur í erindinu að Sigrún Sigurðardóttir kt. 270258-6389 skráður eigandi íbúðar sem stendur á lóðinni Áshildarholt, land 2 (landnr. 221845), sem hefur fastanúmerið 213-9765, geri ekki athugasemdir við ofangreind skipti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
5.Glæsibær land 6 (221963) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1312102Vakta málsnúmer
Friðrik Stefánsson, kt. 200140- 7619 eigandi jarðarinnar Glæsibær landnúmer 145975 í Skagafirði sækir um heimild til skipta jörðinni, stofna land 6 í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhugaðri skiptingu jarðarinnar. Uppdrátturinn er í verki númer 75353, nr S02 og er hann dagsettur 26. nóvember 2013. Á landinu sem verið er að skipta út úr jörðinni standa eftirtaldar eignir, Dýralæknaaðstaða 214-0129 og fjárhús 214-0130. Hlunnindi skiptast hlutfallslega milli jarðanna. Lögbýlarétturinn fylgir landnúmerinu 145975. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
6.Álftagerði 2 lóð (221964) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1312104Vakta málsnúmer
Regína Jóhannesdóttir kt. 051037-6699 þinglýstur eigandi jarðarinnar Álftagerðis II í Skagafirði, landnúmer 146015, sækir um heimild til að stofna lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7381-2, dags. 4. desember 2013. Lóðin eins og hún er sýnd á uppdrættinum er í samræmi við þinglýsta skiptagerð milli jarðanna Álftagerðis I og Álftagerðis II, dags. 2. jan. 1996. Íbúðarhús með fastanúmerið 214-0367 mun tilheyra lóðinni. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Álftagerði II, landnúmer 146015. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
7.Syðra-Skörðugil land 188285 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1311096Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Einars E. Einarssonar kt. 020171-4059 fh. Urðarkattar ehf. kt. 611299-3119, dagsett 11. nóvember 2013. Umsókn um byggingu minkaskála og hesthúss á jörðinni Syðra-Skörðugil land með landnúmer 188285. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. desember 2013.
8.Meyjarland lóð (188621) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1310333Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóns Pálmasonar kt. 031157-8389, fh. Skotfélagsins Ósmann kt. 500791-2099, dagsett 31. október 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir aðstöðuhúsi í landi Meyjarlands lóð (188621) í Skagafirði.
Húsið sem um ræðir stendur í dag á lóð Árskóla við Freyjugötu 25 (143369) á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. desember 2013.
Húsið sem um ræðir stendur í dag á lóð Árskóla við Freyjugötu 25 (143369) á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. desember 2013.
9.Brimnes 146404 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1311076Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Halldórs S Steingrímssonar kt. 010355-5599, dagsett 8. nóvember 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir aðstöðuhúsi í landi jarðarinnar Brimnes (146404) í Skagafirði. Húsið sem um ræðir stendur dag á lóð Árskóla við Freyjugötu 25 (143369) á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. desember 2013.
Fundi slitið - kl. 11:10.