Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 27. desember 2013, þar sem tilkynnt er um að ákveðið hafi verið að veita styrk að upphæð 10 milljónir króna til viðgerðar á Góðtemplarahúsinu (Gúttó) á Sauðárkróki. Skal styrkurinn nýttur til að skipta um glugga og klæðningu að utanverðu. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem veitt er í endurbætur á þessu sögufræga húsi.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun: Það er gleðilegt að sjá að forsætisráðherra hafi tekið upp merki fyrrverandi borgarstjóra Ólafs F. Magnússonar með því að standa vörð um og hvetja til endurbóta á gömlum húsum sem hafa menningarsögulegt gildi.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem veitt er í endurbætur á þessu sögufræga húsi.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er gleðilegt að sjá að forsætisráðherra hafi tekið upp merki fyrrverandi borgarstjóra Ólafs F. Magnússonar með því að standa vörð um og hvetja til endurbóta á gömlum húsum sem hafa menningarsögulegt gildi.