Fara í efni

Endurgerð gamalla húsa á Sauðárkróki

Málsnúmer 1312267

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 648. fundur - 16.01.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 27. desember 2013, þar sem tilkynnt er um að ákveðið hafi verið að veita styrk að upphæð 10 milljónir króna til viðgerðar á Góðtemplarahúsinu (Gúttó) á Sauðárkróki. Skal styrkurinn nýttur til að skipta um glugga og klæðningu að utanverðu.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem veitt er í endurbætur á þessu sögufræga húsi.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er gleðilegt að sjá að forsætisráðherra hafi tekið upp merki fyrrverandi borgarstjóra Ólafs F. Magnússonar með því að standa vörð um og hvetja til endurbóta á gömlum húsum sem hafa menningarsögulegt gildi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.