Tillaga um könnun á launakjörum Skagfirðinga
Málsnúmer 1401206
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014
Fyrirspurn til Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi tillögu um könnun á launakjörum skagfirðinga sem fjallað var um og samþykkt var á 310 fundi sveitarstjórnar 22.janúar 2014.
Á sveitarstjórnar 22.janúar sl. var breytingartillaga Stefáns V. Stefánssonar við tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur samþykkt með níu atkvæðum.
Breytingartillagan var svohljóðandi: Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort, eða með hvað hætti hægt sé að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðin" Spurt er hvort sveitarstjóri hafi athugað hvort sér hægt að framkvæma könnunina líkt og tillagan gerði ráð fyrir og hvort vænta megi að hún verði framkvæmd.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum og óháðum.
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Á sveitarstjórnarfundi þann 22.janúar s.l. var bókað undir máli númer 1401206 að sveitarstjóra væri falið að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort og með hvaða hætti hægt væri að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjóri hafði samband við starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. febrúar s.l. og óskaði eftir leiðbeiningum um framkvæmd verksins. Engar einfaldar og aðgengilegar lausnir hafa borist frá Sambandi íslenska sveitarfélaga ennþá en verið er að kanna með hvaða hætti hægt sé að framkvæma slíka könnun og verður það kynnt um leið og það liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu eru allar launaupplýsingar sem eru til trúnaðargögn.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur beðist velvirðingar á því hve málið hefur dregist á langinn en mikið álag er á starfsfólki sambandsins vegna lausra kjarasamninga og kjaraviðræðna.
Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri.
Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, kvöddu sér hljóðs.
Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun.
Í byrjun árs var lögð fram eftirfarandi tillaga á sveitarstjórnarfundi sem miðaði að því leita svara við spurningu sem brennur á Skagfirðingum ?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gera könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.?
Í stað þess að tillagan væri samþykkt þá var hún útþynnt með breytingartillögu meirihlutans flutt af Stefáni V. Stefánssyni.
Af svörum við fyrirspurninni má augljóslega ráða að meirihlutinn hefur ekki lagt neina áherslu á að koma tillögunni til framkvæmda heldur má álíta sem svo að það hafi verið ætlunin að drepa málinu á dreif.
Viggó Jónsson tók til máls, þá Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánssonar sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Ef bókun sveitarstjóra er skoðuð er ljóst að málið fór strax í þann feril að haft var samband við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðstoðar óskað í málinu ekki síst með hvaða hætti með mestum árangri væri hægt að fara í slíka könnun og fá aðgang að nauðsynlegum gögnum. Svar sambandsins hefur dregist og mun málið verða tekið upp um leið og svar sambandsins berst sveitarfélaginum en fullur hugur er að fylgja málinu eftir.
Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason og Viggó Jónsson.
Á sveitarstjórnar 22.janúar sl. var breytingartillaga Stefáns V. Stefánssonar við tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur samþykkt með níu atkvæðum.
Breytingartillagan var svohljóðandi: Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort, eða með hvað hætti hægt sé að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðin" Spurt er hvort sveitarstjóri hafi athugað hvort sér hægt að framkvæma könnunina líkt og tillagan gerði ráð fyrir og hvort vænta megi að hún verði framkvæmd.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum og óháðum.
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Á sveitarstjórnarfundi þann 22.janúar s.l. var bókað undir máli númer 1401206 að sveitarstjóra væri falið að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort og með hvaða hætti hægt væri að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjóri hafði samband við starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. febrúar s.l. og óskaði eftir leiðbeiningum um framkvæmd verksins. Engar einfaldar og aðgengilegar lausnir hafa borist frá Sambandi íslenska sveitarfélaga ennþá en verið er að kanna með hvaða hætti hægt sé að framkvæma slíka könnun og verður það kynnt um leið og það liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu eru allar launaupplýsingar sem eru til trúnaðargögn.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur beðist velvirðingar á því hve málið hefur dregist á langinn en mikið álag er á starfsfólki sambandsins vegna lausra kjarasamninga og kjaraviðræðna.
Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri.
Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, kvöddu sér hljóðs.
Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun.
Í byrjun árs var lögð fram eftirfarandi tillaga á sveitarstjórnarfundi sem miðaði að því leita svara við spurningu sem brennur á Skagfirðingum ?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gera könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.?
Í stað þess að tillagan væri samþykkt þá var hún útþynnt með breytingartillögu meirihlutans flutt af Stefáni V. Stefánssyni.
Af svörum við fyrirspurninni má augljóslega ráða að meirihlutinn hefur ekki lagt neina áherslu á að koma tillögunni til framkvæmda heldur má álíta sem svo að það hafi verið ætlunin að drepa málinu á dreif.
Viggó Jónsson tók til máls, þá Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánssonar sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Ef bókun sveitarstjóra er skoðuð er ljóst að málið fór strax í þann feril að haft var samband við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðstoðar óskað í málinu ekki síst með hvaða hætti með mestum árangri væri hægt að fara í slíka könnun og fá aðgang að nauðsynlegum gögnum. Svar sambandsins hefur dregist og mun málið verða tekið upp um leið og svar sambandsins berst sveitarfélaginum en fullur hugur er að fylgja málinu eftir.
Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason og Viggó Jónsson.
Tillaga um könnun á launakjörum skagfirðinga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gera könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.
Greinargerð:
Síðasta áratug hefur orðið umtalsverð breyting á á íbúasamsetningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt verulegri íbúafækkun, eldri borgurum hefur fjölgað og fækka hefur í hópi yngra fólks og ungra fjölskyldna.
Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi sem gleggsta mynd af þeim þáttum sem hafa áhrif á búsetuval ungs fólks til að sporna við frekari þróun í þessa átt. Ein skýring sem hefur verið nefnd til sögunnar á þessari þróun er fækkun starfa á vegum ríkisins en einnig er vert að huga að launakjörum íbúa samanborið við það sem annars staðar býðst. Auðvelt ætti að vera að gera könnun í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga á kjörum starfsmanna sveitarfélagsins í hinum ýmsu starfsgreinum ásamt því að leita eftir samvinnu við félög launþega og atvinnurekenda til þess að fá skýra mynd af launakjörum á almennum vinnumarkaði s.s. ófaglærðs verkafólks, iðnaðarmanna.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort, eða með hvað hætti hægt sé að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og óskaði eftir að gert yrði stutt hlé á fundi.
Fundur hófst aftur fáeinum mínútum síðar.
Tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur og Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Tillagan var felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Breytingartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.