Fara í efni

Leyfi frá nefndarstörfum

Málsnúmer 1403238

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. mars 2014 frá Svanhildi Hörpu Kristinsdóttur fulltrúa VG, þar sem hún
óskar eftir áframhaldandi leyfi frá öllum nefndarstörfum fyrir Sveitafélagið Skagafjörð til loka kjörtímabils, vegna starfa utan héraðs.

Borið undir atkvæði og samþykkt með níu greiddum atkvæðum.

Sveitarstjórn þakkar henni störf í þágu sveitarfélagins.

Forseti gerir tillögu um Sigurlaugu K. Konráðsdóttur sem aðalmann í umhverfis- og samgöngunefnd og Arnþrúði Heimisdóttur sem varamann.
Björgu Baldursdóttur sem varamann í atvinnu og ferðamálanefnd.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þær því réttkjörnar.