Fara í efni

Nytjar Drangeyjar á Skagafirði

Málsnúmer 1403372

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 657. fundur - 03.04.2014

Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, kt. 650205-1460, þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að nytja eyna í ár og helst til fleiri ára. Félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi. Félagsmenn hafa haldið við skála í Drangey og unnið betrumbætur við lendingu og uppgöngu í eyna á kostnað félagsins. Ef nytjaleyfi fæst, þá stefnir félagið á að setja upp flotbryggju í sumar við eyna á eigin kostnað.
Jón Magnússon óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna félagsaðildar sinnar að Drangeyjarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja Drangey til þriggja ára, enda verði almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna tryggt á samningstímanum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 657. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með sjö atkvæðum. Viggó Jónsson og Jón Magnússon tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.