Fara í efni

Háholt - framkvæmdir við breytingar á húsnæði

Málsnúmer 1404266

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 660. fundur - 08.05.2014

Lagt fram bréf frá Barnavendarstofu, dagsett 25. arpíl 2014. Erindið varðar beiðni til veitu- og framkvæmdasviðs um að annast undirbúning og framkvæmdir vegna breytinga á húsnæði Háholts. Barnaverndarstofa mun bera kostnað við breytingarnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd eignasjóðs að farið verði í þessar breytingar á húsnæði Háholts.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 660. fundar byggðaráðs staðfest á 316. fundi sveitarstjórn 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu, dagsett 5. júní 2014, þar sem vísað er til leigusamnings um Háholt og breytinga á húsnæðinu. Farið er fram á að fasteignin verði máluð að innan sem utan.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði máluð og rúmast kostnaður innan viðhaldsliðs eignasjóðs á fjárhagsáætlun 2014.