Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

660. fundur 08. maí 2014 kl. 09:00 - 10:02 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2014

Málsnúmer 1404265Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 28. apríl 2014, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna, þriðjudaginn 13. maí n.k. í Reykjavík.

2.Háholt - framkvæmdir við breytingar á húsnæði

Málsnúmer 1404266Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Barnavendarstofu, dagsett 25. arpíl 2014. Erindið varðar beiðni til veitu- og framkvæmdasviðs um að annast undirbúning og framkvæmdir vegna breytinga á húsnæði Háholts. Barnaverndarstofa mun bera kostnað við breytingarnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd eignasjóðs að farið verði í þessar breytingar á húsnæði Háholts.

3.Hraun Fljótum - flutningur og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu

Málsnúmer 1403225Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 656. fundi byggðarráðs. Lögð fram eftirfarandi umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sem bókuð var á 7. fundi nefndarinnar: "Tekin fyrir umsagnarbeiðni byggðarráðs um flutning og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu að Hraunum í Fljótum. Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfélagið á nú þegar hús sömu gerðar, þ.e. Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað."
Byggðarráð tekur undir bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og miðað við fyrirliggjandi forsendur sér ráðið sér ekki fært að taka við húsinu.

4.Ályktun landsfundar 2014 - BÍ

Málsnúmer 1404278Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 25. apríl 2014 frá Bændasamtökum Íslands varðandi ályktun búnaðarþings 2014 um landbúnaðarháskóla á Íslandi.

5.Óvissa um framhald geðheilbrigismála barna og unglinga á FSA

Málsnúmer 1405020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 5. maí 2014 frá Fræðsluþjónustu Skagfirðinga og Fræðsluskrifstofu Austur-Húnavatnssýslu til Kristjáns Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, varðandi óvissu um framhald geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í ofangreindu bréfi og hefur þungar áhyggjur af óvissu um framhaldið og skorar á ráðherra að tryggja þjónustuna.

6.Skil ársreikninga sveitarfélagsins

Málsnúmer 1404276Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 28. apríl 2014 varðandi skil á upplýsingum um ársuppgjör sveitarfélaga árið 2014.

7.Rekstrarupplýsingar 2014

Málsnúmer 1405044Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-mars 2014.

Fundi slitið - kl. 10:02.