Fara í efni

Ræs Skagafjörður

Málsnúmer 1405168

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 662. fundur - 22.05.2014

Lögð fram drög að samningi um verkefnið "Ræsing Skagafjörður", milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Kaupfélags Skagfirðinga. Markmið samningsins er að:
Efla nýsköpun í Skagafirði með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir.
Fylgja nýsköpunarverkefnum úr hlaði á hverjum stað þannig að þau séu tilbúin fyrir fjárfestingu eða jafnvel rekstur.
Vinna með heimamönnum að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu.
Efnt verður til samkeppni um viðskiptahugmyndir fyrir ný atvinnutækifæri í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Auk þess tilnefnir ráðið Sigfús Inga Sigfússon sem fulltrúa sveitarfélagsins í dómnefnd vegna verkefnasamkeppninnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 662. fundar byggðaráðs staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.