Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

662. fundur 22. maí 2014 kl. 09:00 - 11:12 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ásgarður (vestri) 178739 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1405125Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 16. maí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Önnu Þóru Jónsdóttur, kt. 230965-3669 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu með morgunverði að Ásgarði vestra, 551 Sauðárkróki. Gististaður - flokkur III, heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Kvistahlíð 9 -sala

Málsnúmer 1403348Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Kvistahlíð 9, Sauðárkróki, fastanúmer 213-1631, dagsett 19. maí 2014.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Ráðgjafi vegna HS

Málsnúmer 1405167Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna aðkeyptrar ráðgjafavinnu.
Byggðarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, málaflokk 21400 að upphæð 1.500.000 kr. Fjármögnuninni mætt með handbæru fé.

4.Samningur vegna viðræðna við Heilbrigðisráðuneyti

Málsnúmer 1405166Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Kulygin ehf., kt. 710314-0550, um verkefnisstjórn vegna viðræðna við heilbrigðisráðherra um yfirtöku á starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun - Ræs Skagafjörður

Málsnúmer 1405169Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að upphæð 1.300.000 kr. vegna greiðslu fyrir vinnuaðstöðu og verðlaunafjár vegna verkefnisins Ræsing Skagafjörður.
Byggðarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, málaflokk 13090 að upphæð 1.300.000 kr. Fjármögnuninni mætt með handbæru fé.

6.Ræs Skagafjörður

Málsnúmer 1405168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um verkefnið "Ræsing Skagafjörður", milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Kaupfélags Skagfirðinga. Markmið samningsins er að:
Efla nýsköpun í Skagafirði með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir.
Fylgja nýsköpunarverkefnum úr hlaði á hverjum stað þannig að þau séu tilbúin fyrir fjárfestingu eða jafnvel rekstur.
Vinna með heimamönnum að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu.
Efnt verður til samkeppni um viðskiptahugmyndir fyrir ný atvinnutækifæri í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Auk þess tilnefnir ráðið Sigfús Inga Sigfússon sem fulltrúa sveitarfélagsins í dómnefnd vegna verkefnasamkeppninnar.

7.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1405068Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

8.Hagræðingaaðgerðir 2013

Málsnúmer 1305090Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir tillögur Haralds L. Haraldssonar um hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins og eftirfylgni þeirra.

9.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. maí 2014.

Fundi slitið - kl. 11:12.