Varðveislusamningur - uppstoppaður ísbjörn
Málsnúmer 1405266
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 26.06.2014
Tekinn fyrir varðveislusamningur á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um varðveislu Byggðasafns Skagfirðinga á uppstoppuðum hvítabirni, sem veginn var á Þverárfjalli, til eins og hálfs árs frá undirritun samningsins. Semja þarf sérstaklega um framlengingu samningsins að lánstíma loknum. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en telur að í upphafi hafi ríkisvaldið gefið loforð um að hvítabjörninn yrði vistaður í Skagafirði til framtíðar og mun óska eftir gögnum þar að lútandi. Björninn verður ekki afhentur nema með formlegu samþykki sveitarfélagsins. Starfsmönnum nefndarinnar falið að afla nauðsynlegra gagna.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014
Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.