Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

9. fundur 26. júní 2014 kl. 08:30 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.

Málsnúmer 1406244Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Gunnstein Björnsson sem formann, Viggó Jónsson sem varaformann og Hönnu Þrúði Þórðardóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.Lifandi landslag - smáforrit

Málsnúmer 1406246Vakta málsnúmer

Sóley Guðmundsdóttir þjóðfræðingur kom til fundar og kynnti hugmynd að snjallforriti (appi) sem m.a. er ætlað að kynna þjóðsögur og sagnir af Sturlungaslóð. Nefndin óskar Sóleyju Guðmundsdóttur til hamingju með verkefnið, fagnar framtakinu og er tilbúin til að vinna frekar að verkefninu í samvinnu við fleiri hagsmunaaðila, s.s. Akrahrepp, Félag ferðaþjónustunnar, Á Sturlungaslóð o.fl.

3.Minnisvarði um Hallgrím Pétursson

Málsnúmer 1406079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, sem vísað var til afgreiðslu nefndarinnar frá Byggðarráði, og lýtur að ósk um viðræður við Sveitarfélagið Skagafjörð um að gera Hallgrími Péturssyni minnisvarða að Gröf á Höfðaströnd í tilefni þess að í ár eru liðin 400 ár frá fæðingarári skáldsins. Samþykkt að formaður og varaformaður ræði við fulltrúa Menningarsjóðs KS um mögulega útfærslu þessa verkefnis.

4.Varðveislusamningur - uppstoppaður ísbjörn

Málsnúmer 1405266Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir varðveislusamningur á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um varðveislu Byggðasafns Skagfirðinga á uppstoppuðum hvítabirni, sem veginn var á Þverárfjalli, til eins og hálfs árs frá undirritun samningsins. Semja þarf sérstaklega um framlengingu samningsins að lánstíma loknum. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en telur að í upphafi hafi ríkisvaldið gefið loforð um að hvítabjörninn yrði vistaður í Skagafirði til framtíðar og mun óska eftir gögnum þar að lútandi. Björninn verður ekki afhentur nema með formlegu samþykki sveitarfélagsins. Starfsmönnum nefndarinnar falið að afla nauðsynlegra gagna.

5.Umsóknir kortagerð Austur og Vesturdalur

Málsnúmer 1406073Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir að útgáfu ferðakorts fyrir Austur- og Vesturdal í Skagafirði. Sveitarfélagið fékk nýverið styrk frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til útgáfu slíks korts. Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að framgangi málsins.

6.Ferðakort - Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla

Málsnúmer 1402228Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir að útgáfu ferðakorts fyrir fjallgarðinn á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarfélagið fékk nýverið styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra til útgáfu slíks korts. Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að framgangi málsins.

7.Upplýsingaskilti í Skagafirði

Málsnúmer 1403047Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu varðandi upplýsingaskilti við inngang þéttbýlisstaða í Sveitarfélaginu Skagafirði. Ekki verður endurnýjaður samningur við eiganda skiltanna heldur hugað að nýrri útfærslu og betra fyrirkomulagi. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna að framgangi málsins og skjótri úrlausn.

Fundi slitið - kl. 10:20.