Umsagnarbeiðni um embætti sýslumanna og lögreglustjóra
Málsnúmer 1406092
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 317. fundur - 18.06.2014
Afgreiðsla 664. fundar byggðarráðs staðfest á 317. fundi sveitarstjórnar 18. júni 2014 með átta atkvæðum, Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því tekur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar eindregið undir að í reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðalskrifstofa lögreglustjóraembættis Norðurlands vestra verði staðsett á Sauðárkróki.