Fara í efni

Umsagnarbeiðni um embætti sýslumanna og lögreglustjóra

Málsnúmer 1406092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 664. fundur - 12.06.2014

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. júní 2014, frá framkvæmdastjóra SSNV, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að senda sambandinu umsögn fyrir 29. júní n.k. um hugmyndir að umdæmamörkum nýrra lögregluembætta og jafnframt staðsetningu aðalskrifstofa og annara skrifstofa lögreglustjóra.

Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því tekur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar eindregið undir að í reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðalskrifstofa lögreglustjóraembættis Norðurlands vestra verði staðsett á Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 317. fundur - 18.06.2014

Afgreiðsla 664. fundar byggðarráðs staðfest á 317. fundi sveitarstjórnar 18. júni 2014 með átta atkvæðum, Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.