Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum símleiðis.
1.Beiðni um afnot af Litla-Skógi v/ bogfimimóts
Málsnúmer 1406101Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Indriða R. Grétarssyni, dagsett 10. júní 2014, þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Bogveiðifélags Íslands að fá að halda bogfimimót í Litla-Skógi helgina 15.-17. ágúst 2014 og æfingar í tvo til þrjá daga þar á undan. Bogveiðifélag Íslands er aðili að IFAA sem er næst stærsta bogfimisamband á alþjóðavísu. Ætlunin er að halda Íslandsmótið í Vallabogfimi IFAA í fyrsta sinn hér á landi. Merkja þarf og loka af ákveðnum svæðum vegna öryggis og einnig þarf leyfi lögregluyfirvalda, sem þegar hefur verið sótt um. Í vallabogfimi er gengin fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk af mismunandi fjarlægðum.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.
2.Beiðni um styrk vegna Jónsmessuhátíðar 2014
Málsnúmer 1406088Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf, dagsett 1. júní 2014, frá Kristjáni Jónssyni fyrir hönd Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi. Í bréfinu er óskað eftir 430.000 kr. styrk til að halda hátíðina og endurgjaldslausu afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofsósi á meðan hátíðinni stendur.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 21890.
3.Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996 (fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður embætta lögreglustjóra og sýslumanna.)
Málsnúmer 1402259Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. júní 2014, frá framkvæmdastjóra SSNV, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að senda sambandinu umsögn fyrir 29. júní n.k. um hugmyndir að umdæmamörkum nýrra sýslumannsembætta og jafnframt staðsetningu aðalskrifstofa og annara skrifstofa sýslumanna.
Mikilvægt er að við svo umfangsmiklar breytingar sem hér eru lagðar til, verði náið samráð haft við sveitarfélögin um staðsetningu aðalskrifstofa sýslumanna og annarra sýsluskrifstofa, sem og hvaða þjónustu eigi að veita þar. Lykilatriði er að þjónusta við íbúana skerðist ekki. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að aðrar sýsluskrifstofur verði staðsettar þar sem skrifstofur eru fyrir í dag þannig að sameining embætta dragi ekki úr þjónustu við íbúa á þeim svæðum sem hún hefur verið til staðar. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því telur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar að eðlilegt sé að aðalskrifstofa sýslumanns verði staðsett á Sauðárkróki.
Mikilvægt er að við svo umfangsmiklar breytingar sem hér eru lagðar til, verði náið samráð haft við sveitarfélögin um staðsetningu aðalskrifstofa sýslumanna og annarra sýsluskrifstofa, sem og hvaða þjónustu eigi að veita þar. Lykilatriði er að þjónusta við íbúana skerðist ekki. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að aðrar sýsluskrifstofur verði staðsettar þar sem skrifstofur eru fyrir í dag þannig að sameining embætta dragi ekki úr þjónustu við íbúa á þeim svæðum sem hún hefur verið til staðar. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því telur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar að eðlilegt sé að aðalskrifstofa sýslumanns verði staðsett á Sauðárkróki.
4.Minnisvarði um Hallgrím Pétursson
Málsnúmer 1406079Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 3. júní 2014, þar sem óskað er eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um mögulegt samstarf varðandi það að gera Hallgrími Péturssyni minnisvarða að Gröf á Höfðaströnd í tilefni af 400 ára ártíð hans, en Hallgrímur var Skagfirðingur fæddur og uppalinn.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
5.Rekstrarstyrkur - Sögusetur íslenska hestsins
Málsnúmer 1406083Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins, dagsett 4. júní 2014, þar sem óskað er eftir 1.500.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2014. Fram kemur í bréfinu að væntingar stjórnarinnar um að fá rekstrarfé frá ríkinu líkt og fyrri ár munu ekki rætast.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
6.Umsagnarbeiðni um embætti sýslumanna og lögreglustjóra
Málsnúmer 1406092Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. júní 2014, frá framkvæmdastjóra SSNV, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að senda sambandinu umsögn fyrir 29. júní n.k. um hugmyndir að umdæmamörkum nýrra lögregluembætta og jafnframt staðsetningu aðalskrifstofa og annara skrifstofa lögreglustjóra.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því tekur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar eindregið undir að í reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðalskrifstofa lögreglustjóraembættis Norðurlands vestra verði staðsett á Sauðárkróki.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki. Því tekur byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar eindregið undir að í reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðalskrifstofa lögreglustjóraembættis Norðurlands vestra verði staðsett á Sauðárkróki.
Í lok fundar þakkaði formaður byggðarráðs fundarmönnum gott samstarf á nýliðnu kjörtímabili og þeir þökkuðu honum.
Fundi slitið - kl. 09:46.