Fara í efni

Beiðni um afnot af Litla-Skógi v/ bogfimimóts

Málsnúmer 1406101

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 664. fundur - 12.06.2014

Lagt fram bréf frá Indriða R. Grétarssyni, dagsett 10. júní 2014, þar sem hann óskar eftir því fyrir hönd Bogveiðifélags Íslands að fá að halda bogfimimót í Litla-Skógi helgina 15.-17. ágúst 2014 og æfingar í tvo til þrjá daga þar á undan. Bogveiðifélag Íslands er aðili að IFAA sem er næst stærsta bogfimisamband á alþjóðavísu. Ætlunin er að halda Íslandsmótið í Vallabogfimi IFAA í fyrsta sinn hér á landi. Merkja þarf og loka af ákveðnum svæðum vegna öryggis og einnig þarf leyfi lögregluyfirvalda, sem þegar hefur verið sótt um. Í vallabogfimi er gengin fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk af mismunandi fjarlægðum.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrir sitt leyti að bogfimimótið verði haldið í Litla-Skógi svo fremi að önnur skilyrði til mótshaldsins verði uppfyllt og fyllsta öryggis gætt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 317. fundur - 18.06.2014

Afgreiðsla 664. fundar byggðarráðs staðfest á 317. fundi sveitarstjórnar 18. júni 2014 með níu atkvæðum.