Fara í efni

Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli

Málsnúmer 1409153

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014

Lagt var fram bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirkomulags vetrarþjónustu á Hofsósi. Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin ætli ekki að sinna vetrarþjónustu á Norðurbraut frá Skólagötu að hafnarsvæði eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin gerir athugasemd við það að Norðurbraut verði ekki þjónustuð með sama hætti og verið hefur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.